Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 55
NORÐURLJÓSIÐ
55
konungar, en sumir voru fráfallnir og komu þjóðinni til að dýrka
hjáguði. Þá lét Drottinn mikla spámenn koma fram. Þeir áminntu
þjóðina. Áminningunum var lítið sinnt. Ríkið hrundi svo að lokum,
varð Bahelkonungi að bráð, eins og Ísraelsríki hafði áður fallið í
hendur konungum Assýríu.
Feigðarmerki.
Feigðarmerkin, sem boðuðu dauða sjálfstæðis þessara ríkja, sjást
af ritum spámannanna. Táknin, sem boðuðu hrunið, sáu aðeins fáir
menn. Og eftir þennan inngang allan getum við nú loks snúið okkur
að því að athuga, hvað það var, sem boðaði hrunið, menningar
hrun ísraels og Júdaríkis. Við skulum sjá, hvort við finnum nokkuð
hliðstætt vera að gerast nú á þessum tíma tækniþróunar, sem gert
hefir mönnum kleift að komast til mánans.
ísraelsland var þannig í sveit sett, að það var á mörkum áhrifa
tveggja stórvelda, sem kepptu sín á milli um yfirráð. I vestri var
Egiftaland, í austri var Babel, uppgangsríki undir forustu Nebúkad-
nesars, sem var harðsnúinn og sigursæll herkonungur. Júdaríki
stóð ótti af honum og hallaði sér því fremur að Egiftalandi. Á þetta
nokkra hliðstæðu nú? Hvar er vestræn menning stödd landfræði-
lega? Á milli tveggja harðsnúinna stórvelda, sem hvort um sig
mundu þiggja heimsyfirráð, ef þau gætu náð þeim. Það er yfirlýst
stefna beggja, að kommúnismi komist á valdastól í vestrænum heimi
og um alla jörðina. Þetta er að mínu viti rökrétt afleiðing þeirrar
hugsjónar, sem kollvarpa vill öllu gömlu, svo að nýtt þjóðfélag fái
risið upp úr rústum hins fyrra. Valdagræðgi mannshugans þekkir
engin takmörk, nái hún tökum á honum. Valdagræðgi Nebúkadnes-
ars Babelkonungs sefaðist ekki fyrr en hann hafði lagt undir sig öll
lönd milli Babelríkis og Egiftalands og það sjálft líka. Hvar hefði
hann numið staðar, hefði hann átt kost á kj arnorkusprengj um nú-
tímans?
Þegar konungar Júda höfðu yfirgefið Drottin, brást þeim einnig
stjórnvizkan. Þeir leituðu hjálpar Egifta, þrátt fyrir leiðbeining
Guðs, sem hann gaf, að Júdaríki og öll nágrannaríkin ættu að ganga
á vald Babelkonungi góðfúslega. Þeim væri gagnslaust að berjast
gegn honum. Menn, sem yfirgefa orð Drottins, missa þá guðlegu
vizku, sem orð hans gefur þeim, er trúa því og breyta samkvæmt því.
Konungar Júda og Ísraelsríkis áttu að gegna starfi hirðisins, sem