Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 120
120
NORÐURLJÓSIÐ
hann og verði hólpnir, verður þú að leita vitnisburðar heilags Anda
handa þeim. Hvorki þinn vitnisburður né orðsins eins mun nægja,
þótt það verði vitnisburður þinn eða orðsins, sem Andinn notar.
Taki heilagur Andi ekki upp vitnisburð þinn og hann vitni sjálf-
ur, munu þeir ekki trúa. Það voru ekki orð Péturs ein, er sannfærðu
Gyðinga hvítasunnudaginn. Sjálfur Andinn bar vitni. Viljir þú, að
menn sjái sannleikann um Jesúm, reiddu þig ekki á skýringar þínar
og sannfærandi orð. Reiddu þig alveg á heilagan Anda og leitaðu
vitnisburðar hans með orðinu.
2. „Og þegar hann kemur, mun hann sannfæra heiminn um synd,
réttlæti og dóm; um synd, af því að þeir trúa ekki á mig; en um
réttlæti, af því að ég fer hurt til föðurins, og þér sjáið mig ekki
lengur; en um dóm, af því að höfðingi þessa heims er dæmdur.“
Jóh. 16. 8.—11.
Heilagur Andi hefir kraft til að sannfæra heiminn um synd. Þetta
er nátengt hinu hér á undan. Það er með því að sýna Jesúm, dýrð
hans og réttlæti, að heilagur Andi sannfærir um synd, réttlæti og
dóm. Gáið að, hvaða synd það er, sem heilagur Andi sannfærir um.
„Um synd, af því að þeir trúa ekki á mig.“ Þannig var það hvíta-
sunnudaginn, eins og vér sjáum af Post. 2. 26., 37. Þú getur aldrei
sannfært nokkurn mann um synd, af því að það er verk heilags
Anda. Þú getur rökrætt og rökrætt, en þér mistekst. Hefir þú ekki
reynt þetta? Þú hefir sýnt manni hverja ritningargreinina af ann-
ari, en árangurslaust. Allt í einu dettur þér í hug: „Eg er sjálfur að
reyna að sannfæra manninn.“ Þá varpaðir þú þér alveg upp á Anda
Guðs (sbr. 1. Pét. 5. 7. Þýð.), að hann framkvæmdi verkið. Þá sann-
færðist maðurinn. Andinn getur sannfært allra áhyggjulausasta
fólk. Reynslan hefir sannað það aftur og aftur.
En Andinn notar oss, þegar hann sannfærir. „Ég mun senda hann
til YÐAR, og þegar hann kemur, mun hann sannfæra heiminn um
synd og um réttlæti og um dóm.“ Jóh. 16. 7., 8. Það var Andinn,
sendur Pétri og hinum, er sannfærði þúsundin þrjú hvítasunnudag-
inn fyrir orð Péturs og hinna. Vort hlutverk er að predika orðið og
að fela heilögum Anda að sannfæra menn um synd. (Sjá Post. 2.
4.—37.)
3. Vér lesum í Tít. 3. 5.: „Ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér
höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni fyrir laug endur-
fæðingar og endurnýjunar heilags Anda.“