Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 86
86
N ORÐURLJ OSIÐ
Ég blygðast mín ekki fyrir Krist.
Ég fyrirverð mig ekki fyrir Jesúm Krist, Krist guðspjailanna,
Krist biblíunnar. Þetta er ástæðan, þegar ég frelsaðist, vildi ég, að
aðrir þekktu þennan undursamlega frelsara. Ég skil ekki það fólk,
sem segist vera frelsað, en er ekki fúst til að taka opinbera afstöðu
með Drottni. í Matt. 10. 32.,33., segir Jesús: „Hver sem því kann-
ast við mig fyrir mönnunum, við hann mun ég einnig kannast fyrir
föður mínum á himnum. En hver, sem afneitar mér fyrir mönnun-
um, honum mun ég afneita fyrir föður mínum á himnum.“ Þér
elskuðu, vér ættum að talka skýra afstöðu með Jesú Kristi og láta
heiminn vita, að við fyrirverðum okkur ekki og tökum afstöðu með
honum.
Sama er að segja um skírnina. Ve'ztu það, að skírnin er mynd
af því, sem gerzt hefir í hjarta þínu? Þegar skírnarvatnið hylur þig,
þá ertu að segja heiminum, að þú lilygðist þín ekki fyrir að vera
eitt með Kristi, sem dó á krossinum fyrir þig, var grafinn og reis
upp aftur. Fólk mun segja: „Skírnin er svo fráhrindandi." Auðvitað
er hún það. Dauði og greftrun eru fráhrindandi, en þetta segir
heiminum, að við séum fús til að ganga út fyrir herbúðirnar og
bera vanvirðu bans.
Með skírninni vitnum við líka, að við teljum okkur sjálf líka vera
dáin syndinni og risin upp aftur til að ganga í endurnýjun lífernis-
ins með Drottni. Skírnin frelsar ekki, en hún er hlýðnisathöfn og
játning.. (Róm. 66. 4.—13.).
Lítill drengur sagði: „Þegar ég verð stór, ætla ég að vera krist-
inn á sama hátt og pabbi. Enginn veit, að hann er kristinn.“ Hvernig
á fólk að vita, að líf okkar sé ólíkt lífi þess, nema við segjum því
frá Kristi? Viðurkennir þú Krist? Ert þú fús til að kannast við
hann heima, á vinnustaðnum, í skólanum, þegar aðrir nota Ijót orð,
afneita honum og hlæja að biblíunni? Stendur þú með Kristi, eða
skríður þú í felur af ótta við það, sem aðrir kunna að segja?
Ég fyrirverð mig ekki að líða illt.
Við eigum dkki að blygðast okkar fyrir það. Kristnir inenn, sem
nýja testamentið segir frá, fyrirurðu sig ekki, þótt þeir liðu illt
vegna Krists. Kristur sagði í Fjallræðunni: „Sælir eruð þér, þá er
menn atyrða yður og ofsækja og tala ljúgandi allt illt um yður mín