Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 172
172
NORÐURLJÓSIÐ
„Hver er það, segðu mér?“
„Sunnudagaskólakennarinn minn! “
„Já, að sjálfsögðu gladdi það mig, Arni. Eg er innilega glaður
yfir því og þakka Guði fyrir alla mína rösku drengi. Samt er annar,
sem metur mikils slíka drengi. Það er Jesús! Hann fylgir okkur og
tekur vel eftir, hvað við segjum eða gerum. Þú getur hugsað um,
að það gladdi hann, að þú sigraðir þessa freisting. Sérhver sigur,
sem þú vinnur í nafni hans, gleður hann eins örugglega, eins og
hver ósigur særir elskandi hjarta hans.“
Árni varð fyrst alvarlegur, en á eftir varð hann glaður. Það varð
svo ljóst fyrir honum, sem kennarinn hafði talað um. Hvílík hugs-
un, að Jesús sjálfur fylgdist með honum, Árna Petersen! Jesús hafði
áhuga fyrir honum!
Hann var bæði svangur og þreyttur, þegar hann kom heim úr
skíðaferðinni, en hann gat ekki látið vera að hugsa um dýrlega
nærveru Jesú. Áður en hann sofnaði gaf hann Guði loforð um,
að vera enn hlýðnari hinni innri rödd — því að það var Jesús
sjálfur, sem talaði til hans.
„Þér hörn! Hlýðið foreldrum yðar í Drottni, því að það er rétt.“
„Heiðra föður þinn og móður.“ Þetta er hið fyrsta boðorð með
fyrirheiti, „svo að þér vegni vel og þú verðir langlífur í landinu!“
Vertu trúr!
Hafir þú hugsað þér að búa í himninum í eilífðinni, haltu þá aug-
um þínum frá þessum heimi og streitstu heldur við að gera Guðs
vilja, því að „heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gerir
Guðs vilja, varir að eilífu.“ 1. Jóh. 2. 17.
3. ÞEGAR HRÍMIÐ ÞIÐNAR.
í „Litlagarði“ hafði staðföst hamingja og skemmtilegur heimilis-
blær ríkt um margra ára skeið. Húsbændurnir þar, Anna og Gústaf,
voru sanntrúuð, og um þau mátti með sanni segja, að þau báru
djúpa lotningu fyrir Guði, og voru ánægð með sitt. (1. Tím. 6. 6.)
Anna hafði tekið á móti Jesú sem frelsara sínum, meðan hún enn
var lítil stúlka, og hafði um ævina sótt hjálp og styrk til hans.
Gústaf hafði verið sérstaklega villtur unglingur, sem af fremsta
megni vildi njóta lífsins, meðan hann enn var ungur. En þegar Guð