Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 93
NORÐURLJÓSIÐ
93
Sagt hefir verið um upprisu Krists, að hún væri stórkostlegasti
atburður mannkynssögunnar. Það er því engin furða, þótt margir
eigi erfitt með að trúa slíkri fregn. En hvaða meginrök styðja hana?
Aður en lengra er haldið skulum við athuga, hjá hvaða þjóð
gerðist þetta kraftaverk, þegar Kristur reis upp frá dauðum? Það
var hjá Gyðingum. En Gyðingar voru hluti af ísraelsþjóðinni. Við
þá þjóð gerði Guð þann sáttmála: að gera þau tákn og undur, að
„ekki hafa slík verið gerð í nokkru landi eða hjá nokkurri þjóð.“
2 Mós. 34. 10. Upp frá þessu gerðust alls konar kraftaverk hjá ísrael
og Gyðingum, sem við lesum um í ritningunni.
Hér má einnig minna á orð Friðriks mikla Prússakonungs, en
hann var vantrúarmaður, minnsta kosti framan af ævi. Hann sagði
eitt sinn við hirðprest sinn, ef kristin trú væri sönn, ætti hann að
geta sannað það með einu orði. „Gyðingarnir, yðar hátign,“ svar-
aði presturinn. Ef tilvera íslenzkrar þjóðar eða líf er „eilíft krafta-
verk,“ eins og skáldið komst að orði, hve miklu fremur er líf Gyð-
ingaþjóðarinnar það. íslendingar urðu aldrei eins fámennir, jafnvel
ekki eftir Svartadauða eða Móðurharðindin, eins og Gyðingar, er
þeir voru herleiddir til Babel á dögum Nebúkadnezars konungs.
Næst má líka spyrja: „Hver var það, sem reis upp frá dauðum?“
Það var Jesús frá Nazaret, mesti og kunnasti prédikari og krafta-
verkamaður sinnar samtíðar. Það var ekki ókunnur alþýðumaður
eða harðsnúinn herkonungur eins og Cesar eða Alexander mikli.
Það var spámaðurinn Jesús frá Nazaret, eins og mannfjöldinn
nefndi hann, er hann hélt innreið sína í Jerúsalem.
Hver skrifaði fyrstu, rituðu heimildina, sem talar um upprisu
Krists? Ef til vill Matteus guðspjallamaður, en örugglega Páll post-
uli. Fyrsta bréf Páls mun vera bréfið til Galatamanna. Þar stað-
hæfir hann, að boðskap sinn hafi hann fengið beint frá Jesú Kristi.
Nokkru síðar ritaði hann fyrra bréf sitt til Þessaloníkumanna eða
um 20 árum eftir það, að Kristur hafði verið líflátinn. Korintu-
bréfið fyrra kom nokkru seinna og Rómverj abréfið 2—3 árum síð-
ar en það. En það eru þessi fjögur bréf, sem biblíugagnrýnin hefir
ekki treyst sér til að neita, að væru eftir Pál, að undanskildum þó
tveimur síðustu köflum Rómverj abréfsins.
Hver var þá þessi maður, sem við nefnum Pál postula? Hann ritar
um sjálfan sig í Galatabréfinu á þessa leið:
„Þér hafið auðvitað heyrt um háttsemi mína áður fyrri í Gyð-