Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 138
138
NORÐURLJOSIÐ
kraftlausa og gagnslausa. Þannig var það með Jesaja. Árið, sem
Ússía konungur andaðist, var hann látinn standa augliti til auglits
við Guð. Hann sá sjálfan sig og hrópaði: „Vei mér, það er úti um
mig! því að ég er maður, sem hefi óhreinar varir.“ Jes. 6. 1.—5. Þá
byrjaði líf í krafti hjá Jesaja, og Guð sendi hann til að vinna mikið
starf. Jes. 6. 8.—9. Eins var með Móse. Hann mætti Guði hjá þyrni-
runninum o,g var þar sviptur fyrra sjálfstrausti. Hann sá sig alveg
óhæfan til Drottins starfs, og þá sendi Drottinn hann sem máttugan
mann. 2. Mós. 3. 2., 5., 11., sbr. 2. Mós. 2. 11.—15. Eins var með
Job. Þegar Job hafði mætt Guði sagði hann um sjálfan sig: „Mér
býður við sjálfum mér, og ég iðrast í dufti og ösku.“ (Ensk þýð.).
Þá sneri Drottinn við högum Jobs, og hann fékk kraft til að biðja
fyrir vinum sínum og að bera mikinn ávöxt. Job. 42. 5., 6., 10., 12.
Það er nauðsynlegt, ef vér eigum að öðlast fyllingu kraftarins, að
vér sjáum oss sjálf eins og vér erum að eðlisfari. Með bæn fáum vér
það. Ef vér biðjum einlæglega með Davíð: „Prófa mig, Guð, og
þdkktu hjarta mitt; rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar,“ Sálm.
139. 23., mun Guð gera það. Fyrst kemur sönn opinberun þess,
hvernig vér eum, sem Guð gefur oss og síðan alger burtsnörun alls
þess, sem vér þykjumst vera. Þá verður rúm fyrir innstreymi kraft-
ar Guðs. Það er ekki nóg að biðja þessarar bænar Davíðs í eitt
skipti fyrir öll. Hana þarf að endurtaka daglega.
2. Bænin hefir kraft til að hreinsa hjörtu vor af synd; bæði
leyndri synd og þeirri, sem vér þekkjum. Sálm 19. 12.—13. Sem svar
við bæn Davíðs eftir hina skaðsamlegu hrösun hans, þvoði Guð
hann algerlega af ranglæti hans og hreinsaði hann af synd hans.
Sálm. 51. 4. Margur er sá maðurinn, sem barizt hefir langtímum
saman við einhverja synd, sem spillt hefir lífi hans og sogið úr hon-
um andlega kraftinn. Loksins hefir hann farið til Guðs í bæn, gripið
fast í Guð og ekki viljað sleppa honum, unz Guð blessaði hann. Frá
bænastaðnum hefir hann gengið sem sigurvegari. Syndir, er ósigr-
andi virtust, hafa á þennan hátt verið lagðar í duftið. Leynda synd-
in, er manninum sjálfum var naumast ljós, en rændi hann krafti
hans, hefir með þessu móti verið dregin fram í dagsbirtuna, með
öllum sínum viðbjóðsleik, og verið upprætt. Eins og vér sáum í kafl-
anum á undan, er það heilagur Andi, sem leysir oss frá valdi synda,
en heilagur Andi starfar í lífi voru sem svar við bænum vorum.
Lúk. 11.13.