Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 29
NORÐURLJÓSIÐ
29
þínum, nema þú fyrst af öllu elskir Drottin og þjónir honum? Hví
ekki að segja eins og Jósúa forðum: „En ég og mínir ættmenn mun-
um þjóna Drottni“? Treystu Kristi, að hann fyrirgefi þér syndir
þínar þegar nú í dag. Ákalla Guð, að hann veiti þér kraft til að vera
sannur maður, og hafðu heilagan Anda til að leiðbeina þér í skyld-
um þínum á heimilinu nú þegar í dag. Megi Guð hjálpa þér til að
eignast alla gleði hamingjuríks heimilis, frið góðrar samvizku og
hylli Guðs, sem heyrir bænir þínar, af því að þú þóknast honum í
þessum efnum. (Líklega framhald næsta ár.)
Montgomery yfirhershöfðingi segir frá
andlegri reynslu sinni
Ég varð hermaður og gekk í brezka herinn árið 1908. Ég fór með
herdeild minni til bardaga á Frakklandi í stríðinu 1914—1918. Það
var fyrsta reynsla mín af stríði, allsherjar stríði, og sú reynsla
skelfdi mig. Mér ofbauð mannfallið, mannslífið virtist einskis met-
ið. Á þessum dögum árla á ævi mlnni höfðu trúarbrögðin mikið
gildi fyrir mig. En trú mín veiklaðist. Hve.rn 'g gat alvitur Guð leyft,
að slíkt gerðist?
Þegar ég sneri heim frá Þýzkalandi, átti ég nokkra frídaga inni og
fór til Newquay in Cornwall til þess í næði að reyna að greiða úr
flækjunni. En það varð gagnslaust. Þegar ég sneri heim, áður en ég
færi til nýrra skyldustarfa, varð ég óvissutrúarmaður. í mínum huga
merkir það ekki nauðsynlega: ,Ég trúi ekki.‘ Heldur: ,ég veit ekki,‘
að því er viðveik vandamáli mínu. Faðir minn, biskup, gerði sér
ljósa örðugleika mína, en ræddi aldrei við mig um málið. Hann var
auðvitað órólegur, en hann lét mig sjálfan heyja baráttu mína, og
það var rétt hjá honum.
Þá var það nokkru eftir 1920, að vinur minn gaf mér bók, sem
bar nafnið: „Þegar það var myrkt.“ Hún var eftir Guy Thorne, og
var gefin út um 1903.
Þetta var saga af miklu samsæri. Það var ríkur og vondur maður,
sem hataði kristna trú, reyndi að kollsteypa henni, og nærri því
tókst það.
Bókin var svo merk'leg og hafði svo geysileg áhrif á mig, að ég