Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 180
180
NORÐURLJÓSIÐ
hefir þú líka gert. Þeir voru ekki fúsir til aS viðurkenna hann sem
Drottin sinn og meistara, og það ert þú ekki heldur.“
Nú horfði stúlkan á mig með meiri undrun en reiði. „En,“ mót-
mælti hún, „þeir hötuSu hann, og vissulega hata ég hann ekki.“
„Jesús sagði: „Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér.“ (Matt.
12. 30.) Vissulega ert þú ekki með Kristi. Þú elskar hann ekki. Þú
hefir ekki treyst honum sem Drottni og frelsara þínum. Hvað, það
tók Kötu frænku nokkrar vikur að koma þér aðeins einu sinni í
kirkjuna! Og þá varðstu svo reið, að þú sagðir, að þú ætlaðir aldrei
að koma aftur!“
Nokkra stund sagði hvorugt okkar orð. Við stóðum í stjörnuskini
á gangstéttinni. Kata frænka og unglingarnir þögðu líka. Loksins
rauf ég þögnina og sagði: „Heldur þú enn, að ég þurfi að biðja þig
afsökunar?“
Án þess að mæla orð sneri stúlkan sér við og gekk í áttina til
húss síns. Systkini hennar fylgdu henni þegjandi. í hjartanu leið
mér illa. Er Kötu frænku hafði loksins tekizt að fá þau í kirkju, þá
undir eins á fyrsta kvöldi fannst þeim þau hafa verið móðguð og
mundu aldrei koma aftur til kirkjunnar.
Þau komu samt aftur næsta sunnudag hálfri stundu fyrr en sunnu-
dagaskólinn byrjaði. Jafnskjótt og ég sá þau koma inn, fann ég, að
GuS hafði unnið sigur í hjörtum þeirra.
Þegar ég að ræðunni lokinni gaf fólki kost á að koma fram, komu
þau öll. Elzta stúlkan gekk fyrst. Hún hrosti og grét samtímis, er ég
tók þétt í hönd hennar og spurði, hvort hún væri komin til að
frelsast.
„Já,“ sagði hún, „ef GuS vill veita stúlku viðtöku, sem er verri en
nokkur mannæta í allri Afríku!“
Granni minn góður, biblían gerir það ljóst, að allir erum við
syndarar. „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,“ segir biblian.
„Enginn er réttlátur, ekki einn.“ „Enginn er sá, er geri gott, ekki
einn.“
ÞaS er nógu einkennilegt, að sumir ykkar, sem finna sig vera
heiðarlega menn, geta verið sekir um synd, sem er verri en morð og
mannát. HeiSinginn, sem lifir spilltu líferni, en hefir aldrei heyrt
um Krist, getur verið minni syndari en virðulegur maður, sem heyrt
hefir um Jesúm Krist, en hafnað honum aftur og aftur.
ViS þörfnumst allir frelsarans að minnsta kosti... Hann sagði;