Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 113
NORÐURLJÓSIÐ
113
ir, hver vor stefndi sína leið, en Guð lét misgerð vor allra koma
(bókstafl.: ljósta) niður á honum.“ Jes. 53. 6.
Kraftur blóðs Krists er í fyrsta lagi að friðþægja fyrir synd, að
vera það, sem sefar heilaga reiði Guðs við syndina. Hann er „páska-
lamb vort“. 1. Kor. 5. 7. Þegar Guð sér blóð hans, gengur hann
framhjá oss og þyrmir oss, þótt vér séum syndarar. 2. Mós. 12.
13., 23.
Friðþægingin er fyrst og fremst handa trúuðum, „friðþægingar-
staður fyrir trúna.“ Reiði Guðs öll yfir syndum trúaðs manns er
fullkomlega sefuð með úthelltu blóði sonar hans, er hann gaf
sj álfur! ...
Blóð Krists er í vissum mæli handa öllum, vantrúuðum sem trú-
uðum, argasta syndara, þrjózkasta vantrúarmanni og lastmælanda.
„Hann er friðþæging fyrir syndir vorar, og ekki einungis fyrir vor-
ar syndir, heldur líka fyrir syndir alls heimsins.“ 1. Jóh. 2. 2. Með
úthelltu blóði Krists er lagður sá grundvöllur, að Guð getur boðið
öllum heiminum miskunn. Framkoma Guðs gagnvart þeim, sem gera
gys að friðþægingunni, hefir úthellta blóðið að grundvelli. Hefði
það ekki verið vegna úthellta blóðsins, hefði Guð aldrei getað sýnt
syndara miskunn, heldur hlotið að láta hann deyja vegna syndar
sinnar. Spyrji nokkur: „Hvernig gat Guð verið syndurum miskunn-
samur áður en Kristur kom?“ þá er svarið einfalt. Jesús Kristur er
Lambið, er var slátrað frá grundvöllun veraldar.“ Opinb. 13. 8. Frá
andartakinu því, er syndin kom í heiminn, horfði Guð á fórnina,
sem hann hafði sjálfur fyrirbúið frá grundvöllun heimsins. Og í
sjálfum Eden-garði byrjaði blóð fórnanna, sem voru fyrirmyndir,
að benda á fórnina sönnu. Það er kraftur blóðsins, sem tryggt hefir
mönnunum allar þær miskunnsemdir, sem Guð hefir veitt þeim, síð-
an syndin kom inn í heiminn. Allt hið góða, sem afneitarar Krists
njóta, eiga þeir blóði hans að þakka.
2. „í honum eigum vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrirgefn-
ingu afbrotanna.“ Efes. 1. 7. Fyrir blóð Krists eigum vér endur-
lausn, fyrirgefningu syndanna. Maður, sem trúir á Krist, þarf ekki
að vonast eftir fyrirgefningu syndanna einhverntíma í framtíðinni.
Hann á hana nú. „Vér eigum fyrirgefningu syndanna,“ segir Páll.
^'ér þurfum ekki að gera eitlhvað til að öðlast hana. Blóð Krists
hefir tryggt oss hana. Blátt áfram tileinkar trú vor sér hana og nýt-
ur hennar nú.