Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 148
148
NORÐURLJ ÓSIÐ
syndir, og vér getum hrópað til Guðs, að hann fylli oss heilögiun
Anda. En fylgi því ekki alger undirgefni við Guð, innst í djúpi veru
vorrar, ef vér gefum oss ekki Guði algerlega, þá verður það líka
árangurslaust. Ó, hve margir hafa þráð og beðið og verið í sálar-
stríði, til þess að heilagur Andi kæmi yfir þá, en hann kom ekki!
Það var ekki alger uppgjöf. Sjálfsviljinn var ekki algerlega lagður
undir vilja Guðs. Síðan hafa þeir gefið sig Guði á vald. Þeir hafa
lotið höfði og sagt: „Ó, Guð, ég gefst upp, ég legg mig algerlega á
þitt vald, ég frambýð mig þér án nokkurra skilyrða, að þú ráðir
yfir mér. Ég held engu eftir, og ég hörfa ekki frá neinu, sem þú býð-
ur mér.“ Þegar þeir hafa heygt sig þannig, hefir heilagur Andi fall-
ið yfir þá. Ef til vill var það flóðbylgja kraftar og gleði; eða það var
blíða logn, sem lagðist yfir alla veru þeirra; ef til vill var það hljóð-
lát rödd, sem hvíslaði: „Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja,
þá heyrir hann oss. Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað
sem vér biðjum, þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir, sem vér
höfum beðið hann um.“ 1. Jóh. 5. 14., 15. En á hvaða hátt, sem And-
inn kom, þá kom hann, og þegar hann kom, kom krafturinn. Leynd-
ardómur mikils kraftar frá Guði er, að heilagur Andi komi yfir oss.
Post. 1. 8. Og hinn mikli leyndardómur þess, að Andinn komi yfir
oss, er vilji undirgefinn Guði, líf lagt í Guðs hönd. Ó hve dásamleg-
ur, hve blessaður, hve dýrlegur er kraftur heilags Anda. Vilt þú fá
hann, hróðir minn? Vilt þú fá hann, systir mín? „Frambjóðið sjálfa
yður Guði, sem lifnaða frá dauðum og limi yðar Guði sem réttlætis-
vopn.“ Vilt þú gera það? Vilt þú gera það nú? Vér höfum séð í
undanförnum köflum krafl orðs Guðs, kraft heilags Anda, kraft bæn-
ar. En hið eina mikla skilyrði, til að öðlast þennan kraft orðsins,
Andans og hænarinnar í lífi voru og þjónustu, er undirgefinn vilji,
líf, sem er gefið skilyrðislaust, afdráttarlaust og algerlega Guði. Vilt
þú gefa þig þannig?
Ó, hve heimskir, algerlega heimskir, eru þeir, sem ekki vilja gefa
sig eða hika við að gefa sig Guði á vald. Þú rænir sjálfan þig öllu
því, sem gerir lífið virkilega vert þess að lifa því og sem stráir eilífð-
ina rósum og gulli, gleði, fegurð og dýrð. Vill þú gefa þig Guði á
vald í dag?
Viðhót ritstj. Bróðir eða systir, lestu þetta rit dr. Torreys aftur og
aftur, unz boðskapur þess nær á þér föstum tökum.