Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 68
68
NORÐURLJÓSIÐ
ég kom til Kína, vissi ég, hví hann hafði látið þetta vers koma svo
oft til mín. Það, að vinna sálir þar, er alveg eins og hér heima, bara
erfiðara. Djöfullinn kemur til mannsins og segir: „Hví fer þú ekki
heim? Þú getur orðið fleiri sálum til blessunar þar en hér.“ En ég
hafði fengið fyrirmæli að fara til Kína, og ég varð þá að fá skýr
boð frá Guði að snúa aftur. Guð gerði þetta skýrt, ekki aðeins bróð-
ur mínum, en sama kvöldið, sem ég lagði af stað, gjörði Guð móður
mína fúsa til að láta mig fara til Kína.
C. F. Studd var 10 ár inni í miðju Kína, unz heilsa hans bilaði og
hann varð að fara heim. Svo fljótt sem honum skánaði nokkuð —
þótt læknirinn bannaði honum — fór hann til Indlands og starfaði
þar í 8 ár. Allt þetta var í rauninni undirbúningur þess, er varð
hans stærsta verk. Hann var gripinn af þrá frá Guði, að bjarga hin-
um glötuðu. Heima í Englandi sótti hann samkomu, þar sem hinn
mikli trúboði Karl Krumm talaði um hina hræðilegu neyð í Mið-
Afríku. Þangað höfðu komið miklir veiðimenn, kaupmenn, emh-
ættismenn og vísindamenn, en ekki nokkur trúboði. „Ein tilfinning,
skömmustutilfinning, sökk djúpt í sál mína,“ skrifaði C. T. Studd.
Þetta var mikið vandamál einum manni. Gat Guð tekii eitt van-
máttugt verkfæri, líkamlega vanheilt og án mannlegrar aðstoðar,
og unnið stórvirki með því? C. T. Studd trúði, að Guð var megn-
ugur, og hann vogaði öllu á fyrirheit Guðs. Hann fór með skipi til
Afríku hinn 15. desember 1910. Á leiðinni þangað talaði Guð til
hans á óvenjulegan hátt. „Þessi ferð,“ sagði hann, „er ekki aðeins
til Súdan, heldur einnig til alls hins ókristnaða heims.“ C. T. Studd
leit aftur svo á: „í augum mannlegrar skynsemi er þetta hlægilegt,
en trúin á Jesúm storkar hinu ómögulega.“
Fyrsta ferðin var mestmegnis rannsóknarferð til að sjá hina hvítu
akra, sem biðu eftir kornskurðarmönnum, á landssvæðunum stóru
í Mið-Afríku.
Þannig lagði hann af stað, 53 ára gamall, án loforðs um fjárhags-
legan stuðning og án nokkurrar trúhoðsnefndar til að segja frá
þörfum hans. Hann skildi eftir konu sína, sem einnig átti hjarta,
eins og hans, er brann af kærleika til Krists. Boðum Herrans hlýð-
inn kom hann á fót trúboðsfélagi með heimstrúboð að markmiði.
Kringum sig safnaði hann verkamönnum, áhugasömum, eins og