Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 147
NORÐURLJ ÓSIf)
147
algerlega í þínar hendur; gerðu við mig hvað, sem þér þóknast.“
Þeir voru svo hræddir um, að Guð mundi biðja þá að gera eitthvað
erfitt, hræddir um, að Guð mundi senda þá út sem kristniboða, og
stundum hefir hann gert það. Stundum hefir heimurinn litið svo á,
að þeir hafi fórnað miklu, svo sem kæru markmiði, elskuðum vin-
um, m’klu fjármagni, ef til vill öllu því, sem þe;r áttu. En „fögnuð-
ur þeirra hefir verið fullkominn“. Það er aðeins ein leið til að öðl-
ast fullkominn fögnuð: algerlega Guði helgað líf. Vilji og líf, alger-
lega gefið á vald Guðs kærleika, mun veita gleði í öllum kringum-
stæðum. í gamla daga var maður, sem þannig var alhelgaður Guði,
leiddur út til að verða brenndur við staur. Hann vafði staurinn örm-
um og hrópaði: „Velkominn kross Krists! Velkomið eilíft líf!“
4. Næsta afleiðing Guði helgaðs lífs er sú, að Kristur sjálfur op-
inberar sig oss. Kvöldið, sem Jesús var svikinn, sagði hann við læri-
sveinana: „Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann er sá, sem
elskar mig. En sá, sem elslkar mig, mun verða elskaður af föður mín-
um, og ég mun elska hann og sjálfur birtast honum“. Jóh. 14. 21.
Alger uppgjöf sjálfsviljans við Krist færir Krist til vor. Satt er það,
að fullkom:n opinherun Jesú er ennþá í framlíð’nni, á þeim gleði-
degi, þegar „sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust
og með básúnu Guðs, stíga niður af himni.“ 1. Þess. 4. 16. En á
yfirstandandi tíma opinberast Jesús nú, þegar sonurinn og faðirinn
koma til vor og gera sér bústað hjá oss. Jóh. 14. 23. Hann vill hirta
oss sjálfan sig. „Ég veit ekki, hvað það merkir,“ munu sumir segja.
Hefir þú gefið sjálfan þig honum? Heldur þú boðorð hans án þess
að spyrja, hvaða boðorð er mikið, og hvert er lítið, eða hvert þeirra
er mikilvægt, og hvert þeirra er ekki? Spyr þú aðeins: „Hvað hefir
hann boðið,“ og þá heldur þú það? Ef þú ert að halda boðorð hans,
muntu vita, hvað það er, að hann Ivrtist þér, og því fylgir gleði.
„Lærisveinarnir urðu glaðir, er þeir sáu Drottin.“ Jóh. 20. 20. Þú
munt verða glaður, þegar þú sérð Drottin, og þú munt sjá hann, þeg-
ar þú ferð til hans og segir: „Ég gef líf mitt algerlega þér á vald;
sýn mér nú sjálfan þig.“
5. Það er ennþá eitt, sem leiðir af því, að viljinn og lífið er gefið
Guði. Pétur segir oss það í Post. 5. 32.: „Heilagur Andi, sem Guð
hefir gefið þe;m, sem honum hlýða“. Þetta, að leggja alveg vilja og
b'f á vald Guðs, er hinn mikli leyndardómur þess að öðlast heilagan
Anda. Allt er komið undir þessu. Vér getum hreinsað burt einstakar