Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 25
NORÐURLJÓSIÖ
25
hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér.‘ “ (1. Mós.
3.16.)
Guð notar sterk orð hér. Hann segir eiginkonunni: „Maður þinn
skal drottna yfir þér.“ Hann segir, að eldri konur skulu kenna yngri
konum að vera mönnum sínum undirgefnar, í stað þess að örva þær
til léttúðar og eyðslusemi, að vera fullar uppreisnar og sundra heim-
ilinu. Konur eiga að leggja sér á hjarta þessi orð Guðs, vilji þær
verða hamingj usamar, njóta ástar manna sinna til elliára, virðingar
barnanna og nágranna sinna.
Afsakanir uppreisnarfullra eiginkvenna.
Fólk afsakar alltaf með einhverju það, sem það gerir rangt. Kon-
ur bera fyrir sig margar ástæður fyrir því, að þær eru ekki mönnum
sínum undirgefnar eins og Guð býður.
Á þessum tímum frelsis og jafnréttis er því oft haldið fram, að
engin kona gæti varðveitt sjálfsvirðingu sina og verið á lieimili, þar
sem hún væri ekiki talin ráða jafnmiklu og maðurinn. En sama kon-
an, sem ekki vill vera undir yfirráðum mannsins síns, er í félagi, þar
sem hún er ekki forstöðukona. Hún vinnur að kirkjulegum málefn-
um, þótt hún sé ekki presturinn. Hún er borgari í þjóðfélagi, þar
sem aðrir ráða yfir henni. Lögregluþj ónn getur skipað henni að
mæta fyrir rétti, þar sem hún er eins ósjálfbjarga gagnvart lögunum
og barn. Ekki geta eiginmennirnir heldur forðazt það, að aðrir
menn ráði yfir þeim. Þeir, sem vinna fyrir kaupi, verða að hlýða
fyrirskipunum. Skynsamt fólk getur verið ánægt samt.
Uppreisn konunnar gegn manninum hennar er alveg í sama anda
og uppreisn óhlýðins barns gegn föður sínum, óþjáls nemanda gegn
kennaranum, glæpamannsins gegn stjórninni; hún er lögleysi hreint
og beint. Hvort heldur það er stjórnin, fyrirtæki, samvinnufélög,
eða heimilið, það verða að vera einhverjir, sem ráða. Þótt jafnvel
allir vildu gera rétt, svo lengi sem menn eru veikir og skeikulir,
verða þeir alltaf ósammála um, hvað er rétt. Einhver verður að
ákveða það. Guð hefir sett eiginmanninn og föðurinn sem höfuð
heimilisins og konuna, veikara kerið, sem meðhjálp hans.
„Heldur þú ekki, að konur séu eins góðar og karlmenn?“ spyr
fólk mig stundum. Vissulega. Venjulega eru þær eins góðar og karl-
menn, stundum verri, en mörgum sinnum eru þær betri en menn
þeirra. Lesi nokkur góð kona þetta, mun hún vilja breyta rétt, því