Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 159
NORÐURLJÓSIÐ
159
framkoma krafðist þess, að hann byði henni að leiðbeina henni.
En reiði hans við allt og alla sigraði aftur andartak. En rétt á eftir
var hún horfin. Hann sneri sér við og leit til stúlkunanr. Hún stóð
þar, sem hann hafði farið frá henni, var sjáanlega að hlusta á fóta-
tak hans fjarlægjast hana. Möglandi sneri hann aftur. Jafnvel í
hans eigin eyrum hljómaði ekki rödd hans sem vingjarnleg eða
viðfelldin: „Get ég leiðbeint þér?“
„Þakka þér fyrir, ég yrði þakklát.“ Titringur í rómi hennar gaf
lil kynna innri ótta. Hún þreifaði eftir armi hans og lét höndina
hvíla laust á honum, gekk léttilega við hlið Gregs með yndisþokka,
sem var í kynlegri mótsögn við hikandi spor hennar áður.
„Hvernig stendur á því, að þú ert alein hérna úti?“ spurði hann.
„Ég var með Billie til að byrja með, en hann er alltaf að gá að
fuglum, tómstundagaman, sem ég get ekki sinnt lengur. Hann fór
að elta fugl, og ég átti að híða eftir honum, en var ekkert hissa,
þegar hann kom ekki aftur. Fuglar hrífa hann, og þegar hann hefir
áhuga fyrir einhverju, gleymist allt annað.“
„Þú hefðir átt að kalla,“ mælti hann hryssingslega.
„Jú, ef til vill, en það er þreytandi að vera alltaf háð öðrum, og
ég þekki mig hér svo vel, að ég var viss um, að ég gæti ratað heim.
Mér finnst bara brautin svo löng nú, að ég var orðin viss um, að ég
hefði farið framhjá hliðinu. Þess vegna varð ég svo glöð, þegar
ég heyrði þig koma.“
Hann mælti ekki orð. Hann skammaðist sín fyrir að hafa ætlað
að láta hana fara þennan stutta spöl eina. Hann leiddi hana inn
um hliðið og sneri sér síðan við til að fara til fjóssins.
„Ertu reiður út af einhverju?“ spurði hún. Spurningin var svo
óvænt, sýndi svo mikinn skilning, að hann hrökk við og þagði.
„Er það eitthvað við verkin, sem þér líkar ekki?“ sótti hún á.
„Sé það svo, verður þú að tala við pabba um það. Hann er mjög
sanngjarn.“
Vegna þess, hve hreint og beint hún spurði, sá hann hvers kyns
reiði hans var. Hún var ekkert nema hrokafull, gagnslaus tilfinning
gagnvart kringumstæðum, sem höfðu komið honum þangað. Er
hann fór að hugsa þetta, hvarf hún eins og næturþoka fyrir heitri
morgunsól.
„Það er ekkert,“ sagði hann satt. „Hún er liðin hjá og búin.“
Hann skálmaði á brott, ófús til að gefa skýringar og skammaðist