Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 13
NORÐURLJÓSIÐ
13
Kína, og hvert sent þurfti að nota. Er ég hlustaði og horfði á glóð-
ina í andliti hans, þá hurfu sýnir mínar um fallegan trúlofunarhring.
Þetta var fyrsti námskaflinn minn um ]>að, sem hef'r raunverulegt
gildi.“
Ef unnustan verður að fara á mis við trúlofunarhring og trúboð-
inn að vera að heiman langtímum saman, þá ætti sumt fólk aldrei að
giftast.
Þannig var ástatt um Pál. Postularnir hinir voru kvæntir menn.
Hann hafði rétt til þess eins og þeir. En hann lét þjónustu við Drolt-
in sitja í algeru fyrirrúmi.
Sérhver maður verður sjálfur að finna þann sess, sem Guð ætlar
honum að slkipa í lífinu, og hvort hann leysi hlutverk sitt bezt af
hendi í hjónabandi eða án þess. Sumt fólk ætti ekki að giftast, af
því að það getur þjónað Guði betur og starfað meir einhleypt.
6. KAFLT.
Eiginmaðurinn er fulltrúi Guðs sem höfuð síns heimilis.
„Ég og mínir œttmenn munum þjóna Drottni.“ (Jósúab. 24. 15.)
„Því að karlmaður má ekki hylja höfuð sitt, með því að hann er
ímynd og vegsemd Guðs, en konan er vegsemd mannsins.“ (1. Kor.
11. 7.)
„Því að maðurinn er höfuð konunnar, að sínu leyti eins og Krist-
ur er höfuð safnaðarins, og hann er frelsari líkamans.“ (Efes. 5. 23.
Ensk þýð.)
Karlmaður er maður! Vér þökkum Guði fyrir guðrækni og áhrif
góðra kvenna. Eg hefi betri ástæður en flestir karlmenn til að meta
eðlisfar, dyggðir, guðrækni og trúfesti góðra kvenna . . . Samt sem
áður er það skýr kenning Guðs orðs, að karlmaðurinn er æðsta
handaverk Guðs í sköpuninni. Hann er „ímynd og vegsemd Guðs,
en konan er vegsemd mannsins.“ Karlmaður er líkur Guði í þeim
skilningi, sem konan er ekki lík Guði. Guð er kallaður „faðir“ í ritn-
ingunni. Hann er aldrei kvenkenndur. Kristur var karlmaður, karl-
mannlegur karlmaður. Starf hans var karlmanns verk. Eg er ekki að
segja, að Kristur sé ekki sá frelsari, sem sérhver kona þarfnast, að
hann þekki ekki sérhverja þrá hennar og sorg. En Kristur var karl-
maður, ekki kona. í heimilinu er karlmaður’nn fulltrúi Guðs og á
að stjórna he’milimi fyrir Guð,