Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 78
78
NORÐURLJÓSIÐ
girndum hans.“ Róm. 6. 12. Syndin á engan rétt til þess að ráða
yfir mér eða þér. Þess vegna verðum við að neita að hlýða, þegar
okkur langar í eitthvað eða til einhvers, sem leiðir okkur til syndar.
Sígilt dæmi þessarar neitunar er Jósef. Lestu 1 Mós. 39. kafla.
Jósef lét ekki undan, af því að hann vissi, að það var óhæfa að
syndga á móti Guði. Til þessa beitti hann vilja sínum. Það verðum
við líka að gera, ákveðnir í því að vinna sigur fyrir kraft Krists,
sem býr í okkur fyrir heilagan Anda, sem okkur er gefinn.
Þegar hréfið þitt kom mér í hendur, settist ég niður í póststof-
unni og fór að lesa það. Eg var aðeins farinn að lesa um baráttu
þína, þegar trúaður maður kom og settist við hlið mér. Ég held ég
hafi sagt eitthvað á þá leið, að þetta bréf væri frá manni, sem ætti
í baráttu. Þá sagði hann mér, hvernig það gekk til hjá honum, þegar
hann hafði snúið sér til Krists. Hann var vanur að reykja hálfan
annan pakka af vindlingum (sígarettum) á dag. Hann ákvað að
hætta þessu. En það gekk ekki baráttulaust. Drottinn hefði getað
tekið frá honum alla löngun á andartaki. Það gerði hann ekki. í 10
daga var látlaust stríð. Stundum var vindlingurinn kominn upp í
liann áður en hann svo að segja vissi af því. Þá var honum fleygt,
og Drottinn beðinn fyrirgefningar. En eftir 10 daga látlausa bar-
áttu hvarf löngunin allt í einu og kom ekki aftur. Þessi ungi maður
þarfnaðist þessa uppeldis, þess vegna fékk hann það.
Sá tími verður að koma, og því fyrr því betra, að við segjum við
sérhverja synd eða fíkn, sem er röng: „Nú hlýði ég þér aldrei fram-
ar. Fyrir kraft Drottins Jesú Krists skalt þú verða sigruð, en ég
verða frjáls.“ Freistingin mun herja á, en nú er neitað að hlýða
henni. Drykkfelldur stýrimaður, sem frelsaðist, fann samt, hvernig
áfengislöngunin logaði í honum. Mig minnir hann merkti á blað
mínúturnar, að minnsta kosti stundarfjórðungana, sem hann hafði
staðizt. Þeir urðu að klukkustundum. Hann bæði hað um sigur og
lofaði Drottin fyrir sigurinn. Smátt og smátt dvínaði ægivald þess-
arar löngunar, og svo varð hann frjáls, frjáls alla ævi og um eilífð.
En þetta var sú tegund uppeldis, sem hann þarfnaðist. Drottinn
hefði á andartaki getað tekið löngunina í burtu. En hitt hentaði
þessum manni betur.
Hefi ég ekki skrifað þér söguna af honum I. P., eins og hann var
nefndur? Hann var maður mjög drykkfelldur, átti konu og börn og
bjó við fátækt. Loksins fór svo fyrir honum, að kona og börn fóru