Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 72
72
NORÐURLJ ÓSIÐ
inn getur séð Guðs ríki, nema hann endurfæðist. Sú endurfæðing
gerist aðeins með því móti, að maðurinn komi að krossi Jesú sem
sekur, glataður syndari. Yegurinn til Guðs er Drottinn Jesús. Fyrir
trúna á hann, Drottin Jesúm Krist, endurfæðir Guð manninn og ger-
ir hann hæfan fyrir himininn.
Mannkærleikavegurinn, svo góður og sjálfsagður sem hann er,
má aldrei verða í hugum eða ímyndun manna að hjálprœðisvegi.
Sá vegur er Drottinn Jesús einn. Enginn kemur til Föðurins nema
fyrir mig. „Enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.“
Við megum aldrei gleyma þessum orðum Drottins Jesú Krists.
S. G. J.
3. Fósturcyöingar.
í „Vísi“ var grein, er sagði frá nýjum lögum í Bandaríkjunum,
sem leyfa fólki fóstureyðingar.
Um þetta mál hefir mikið verið rætt og ritað þar vestra, þar á
meðal af svonefndum evangelisk-krislnum mönnum. En það eru
yfirleitt menn, sem halda sig fast að biblíunni sem leiðsögubók í
vandamálum mannlífsins. Afstaða þeirra virðist yfirleitt vera sú, að
fóstureyðingar ættu ekki að eiga sér stað, nema alger nauðsyn knýi
að dyrum, af því að líf móður sé í augljósri hæltu, ef meðgöngutími
sé fullnaður.
Frá þeirri stund, er kynfrumur karls og konu runnu saman og
frjóvgun átti sér stað, er myndað nýtt mannlíf. Ný mannsævi er
hafin, sem enginn veit, hve auðgað getur samtíð sína, íái hún langt
lífsskeið hér í heimi. „Ég átti að verða að manni alveg eins og þú,“
kvað útburðurinn forðum við brúðkaup systur sinnar. Börnin, sem
drepin eru með því að taka þau úr móðurlífi, þar sem þau eiga að
þroskast og vaxa, unz þau sjá ljós dagsins, þau eiga jafnan tilveru-
rétt og við hin, sem lifum og tökum okkar þátt með samtíð okkar
að einhverju gagni.
Grein, sem nýlega birtist í „Christianity Today,“ (Kristindómur
nútímans) leiddi það í ljós, að langt er frá því, að það sé sársauka-
laust fyrir fóstrið, þegar það er rifið úr líkama móður sinnar. Því
kvalafyllri verður því dauðdaginn, sem það er orðið eldra. Ég hefi
lesið sitt af hverju um dagana. En síðan ég sem barn heyrði lesna
söguna „Quo Vadis?“, hefi ég ekkert lesið, sem mig hafi hryllt meir
við en lýsingarnar í greininni. Mig hryllti við lýsingunum, hvernig
kristnir menn voru tættir í sundur af klóm og kjöftum villidýra.