Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 19
NORÐURLJ ÓSIÐ
19
Eiginmenn geta hindrað, að heimili sundrist.
Frelsarinn vitnar í 1. Mósebók, þegar hann segir: „Fyrir því skal
maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og þau
tvö skulu verða eitt hold.“ (Matt. 19. 5.) (Orðið, sem þýtt er „búa
við“, merkir að halda sér fast að, líma við. Þýð.) Eiginmenn eiga
að bera hreina og viðkvæma ást til eiginkvenna sinna, ást, sem
beiskjulaust stígur yfir veikleika konunnar.
Menn eiga að elska konur sínar sem sérstaka gjöf frá Guði, með-
bjálp, svo að þeir verði hamingj usamir; því að „Sá sem eignast
konu, eignast gersemi og hlýtur náðargjöf af Drottni.“ (Orðskv.
18. 2.) og „skynsöm kona er gjöf frá Drottni.“ (Orðskv. 19. 14.)
Eiginmaður ætti að elska tkonu sína sem móður barna sinna, þar
sem þau eru „samarfar að náð lífsins.“ (1. Pét. 3. 7.)
Heimili mun sjaldan sundrast, þegar maðurinn elskar konuna
eins og sjálfan sig og eins og Kristur elskaði söfnuðinn, er ekki
beiskur við hana og gefur henni heiður sem veikara keri, yfirgefur
föður og móður og heldur sig fast að konu sinni.
7. KAFLI.
Konur eiga að vera undirgefnar mönnum sínum.
„Við konuna sagði hann: ,Mikla mun ég gera þjáningu þína, er
þú verður barnshafandi; með þraut skalt þú börn fæða og þó hafa
lóngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér.‘ “ 1. Mós. 3. 16.
„Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists. Konurnar eigin-
mönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð
konunnar, að sínu leyti eins og Kristur er höfuð safnaðarins, hann,
sem er frelsari líkama síns. En eins og söfnuðurinn er undirgefinn
Kristi, svo og konurnar mönnum sínum í öllu.“ Efes. 5. 21.—25.
„... en konan skal óttast (virða, sýna virðingu, ensk þýð.)
mann sinn.“ Efes. 5. 33.
„Sömuleiðis skuluð þér, konur, vera undirgefnar eiginmönunm
yðar, til þess að jafnvel þeir, sem ef til vill ekki vilja hlýða orðinu,
gœtu unnizt orðalaust við hegðun kvenna sinna, þegar þeir sjá yðar
skírlífu hegðun í ótta.“ 1. Pét. 3. 1., 2.
Á kona að hlýða manninum sínum? Á hún að vera honum undir-
gefin? Á hún að vera honum undirgefin eins og ef hann væri Guð,