Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 81
N ORÐURLJ ÓSIÐ
81
um. Hefir þeim aldrei verið innrætt það, sem ábyrgðartilfinning
heitir? Eru þetta eftirlætis unglingar, sem aldrei hafa þurft að gefa
öðrum gaum en sjálfum sér, vanir að fara sínu fram?
Að gæta bróður síns.
Hugsanlegt er, að sumir þeir, sem í bernsku lærðu söguna af þeim
Kain og Abel, muni enn spurningu Kains, er hann hafði drepið
Abel: „Á ég að gæta hróður míns?“ Það er einmitt það, sem þú átt
að gera, ökumaður góður. Ef þú hugsaðir um það, hvílikar hörm-
ungar geta hlotizt af ógætilegum akstri, að þú átt að gæta bróður
þíns, þá gæti hugsazt, að þú færir gætilegar. Guð, sem hefir gefið
okkur lífið, telur það dýrmætt og reikningsskila krefst hann ein-
hvern tíma, hvort sem í hlut á líf mannsins sjálfs, sem drepur sig af
ógætni eða styttir öðrum aldur.
íslenzkir blaðamenn! Viljið þið nú ekki hefja nýjan áróður, nýja
herferð og berjast fyrir öruggum akstri, þrátt fyrir öryggi öryggis-
belta? Þótt þau afstýri líftjóni eða stórmeiðslum, hindra þau ekki
eignatjónið, sem slysið veldur.
Unga bílstjóra skortir varkárni og eru hœttulegri en aldraðir.
Ég minnist þess, að Morgunblaðið hafði eitt sinn umferðarviku.
Ég man það vegna þess, að ég hafði þá nýlega lokið bifreiðarstjóra-
prófi, tæplega sextugur. Bifreiðarstjóri, sem skrifaði grein í Mbl.,
taldi aldraða menn stórhættulega í umferðinni, svo að mér varð
ekki um sel. Ég hringdi því til lögreglunnar hér og spurði, hvorir
yllu oftar slysum, ungir menn eða aldraðir. Samkvæmt reynslu hér
voru það ungu mennirnir. Mér létti dálítið við það. Síðar meir las
ég í „Readers’ Digest“, að ungu mennirnir í Bandaríkjunum urðu
þá að greiða fjórum sinnum hœrri tryggingagjöld en feður þeirra.
Þó höfðu þeir betri sjón, liprari hreyfingar og meiri viðbragðsflýti
en feðurnir. Það var aðeins eitt sem þá skorti á við feður sína: Var-
kárni! Það er þetta, sem hamra verður inn i höfuðið á þeim, sem
aka bifreiðum. Varúð á vegum.
Oryggi er fyrir öllu.
„Oryggi er fyrir öllu! “ Þessi orð endurtók bifreiðastjórinn, sem
kenndi mér, aftur og aftur. „Öryggi er fyrir öllu“. Það er meira virði
en flýtir eða framúrakstur með gusugangi, aurslettum og rúðubrot-
um, hílveltum og banaslysum, sem í rauninni eru ein tegund mann-