Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 75
NORÐURLJÓSIÐ
75
sem leiðbeindi honum, var ungur maður. Hann sagði manninum að
Ikrjúpa niður og biðja. Er maðurinn hafði beðið, spurði ungi mað-
urinn: „Fannstu nokkra breytingu á þér?“ Hinn svaraði: „Nei.“
Næsta kvöld kom maðurinn aftur, gekk fram, lenti hjá sama unga
manninum og fékk sama ráðið með sama árangri. Þótt ótrúlegt sé,
gerðist þetta sex kvöld í röð. Maðurinn bað, fann aldrei neina
breytingu á sér. En er hann stóð upp frá bæninni sjötta kvöldið,
sagði hann:
„Ég hefi nú þjónað djöflinum í 25 ár. Héðan í frá þjóna ég Jesú
Kristi, þótt ég finni enga breytingu á mér.“
Þetta var afturhvarf, einlægur ásetningur að þjóna Jesú með því
að vitna um hann og segja öðrum frá honum, þótt engar væru til-
finningarnar, þótt hann fyndi það ekki, að hann var orðinn Guðs
barn.
Hvað gerðist svo? Maðurinn fór að vitna um Krist. Kristur gaf
honum sigur yfir áfengisástríðunni og svo auðvitað á sínum tíma
innri gleði, frið og fullvissu, að hann væri endurfætt Guðs barn.
Maður þessi hafði verið heilsteyptur í þjónustu djöfulsins og Bakk-
usar. Hann varð líka heilsteyptur þjónn Drottins Jesú Krists og
varð síðar meir samstarfsmaður prédikarans, sem sagði frá þessari
sögu hans og bætti því við: „Þið hefðuð átt að heyra hann, þegar
hann var að tala um fyrir drykkj umönnum, hvernig hann bað þá
og grátbændi að snúa sér til Krists.“
Kjarni þessa máls er þá þessi: Við eigum ekki að horfa inn til
að gá að trú eða tilfinningum. Við eigum að horfa á Jesúm og full-
treysta því, að hann er hinn sami nú eins og hann var, eins fús að
bjarga, frelsa, blessa og varðveita.
Með innilegri kveðju í Drottins nafni. S. G. J.
5. Sendibréf II.
Kæri H . . .
Ég þakka þér fyrir spurninguna um vandamál þitt: óhreinar hugs-
anir. Þetta sýnir, að þú ert orðinn Guðs barn.
Ef við höfum fötu með óhreinu vatni í, getum við skipt um vatn
í henni með því að láta hreint vatn streyma inn í hana og fylla hana.
Sama er um mannshugann. Hið óhreina verður rekið út með hinu
hreina.
í Filippíbréfinu 4. kafla 4.-8. grein hendir postulinn á, hvað það