Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 101
NORÐURLJÓSIÐ
101
staðfest upprisu Drottins Jesú með mörgu móti. Frá því að María
Magdalena sá hann fyrst allra upprisinn og þangað til Jóhannes sá
hann, eins og getið er um í upphafi Opinberunarbókar hans, var
hann séður alls átján sinnum. Frá því að hann birtist fyrst og þang-
að til hann birtist seinast voru að minnsta kosti sextíu ár. Það var
því ekkert stundar fyrirhrigði, að menn sæju Krist upprisinn.
Hlýðendur góðir! Biblían segir: „Guð er sannorður.“ Um ára-
tugi hefi ég fengið að reyna það. Nú skaltu heyra það, að þú átt,
nauðugur, viljugur, eftir að standa frammi fyrir Jesú Kristi. Þá
verður þér skipað að falla á kné frammi fyrir honum og viðurkenna
með tungu þinni, að Jesús Kristur sé Drottinn, Guði föður til dýrð-
ar. — Þess vegna bið ég þig í nafni hans að „beygja holdsins og
hjartans kné“ fyrir Kristi í dag, veita honum viðtöku sem frelsara,
er fyrirgefi þér allar syndir og frelsi þig frá valdi þeirra, og að veita
honum viðtöku sem Drottni, sem þú hlýðir og þjónar upp frá þess-
um degi. Vilja hans getur þú lært að þekkja í nýja testamentinu.
Ég bið þig í Jesú nafni að gera þetta og gera það nú, því að
„Kristur er upprisinn!“ „Hann er sannarlega upprisinn!“ Það er
gamla, rússneska páskakveðjan.
Hafi þökk og blessun Guðs allir þeir, sem erindi mínu hlýddu.
Jolm Bunyan
Árið 1628 fæddist drengur í Elstow, Bedfordshíre, sem var gefið
nafnið John Bunyan. Foreldrarnir voru sárfátæk. Hann segir sjálf-
ur svo frá, að hann tilheyrði þeirri stétt, sem álitin var hin lægsta í
landinu. Þrátt fyrir fátæktina gekk hann í skóla, en harmaði seinna,
að hann hefði fljótt gleymt því, er hann lærði.
Snemma á barnsárum var hann orðinn stórsyndari. Á þeim tíma
voru ekki margir sem blótuðu, lugu og spottuðu heilagt Guðs nafn
til jafns við hann. Hann óttaðist þá hegningu er beið slíkra synd-
ara, en hann hafði hvorki kjark eða kraft að leita hjálpar Drottins
til að lifa betra lífi. Guð hélt verndarhendi yfir honum og hjargaði
honum frá dauða. Hvert sinn, er hann komst í lífshættu, varð hann
hræddur við að glatast. Þegar hann var 16 ára, missti hann móður
sína, og eftir fáa mánuði gifti faðir hans sig aftur. Eftir það undi
John ekki heima og flutti burt. Árið eftir gekk hann í herinn, sem