Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 160
160
NORÐURI.JÓSIÐ
sín yfir því, að tilfinning skyldi hafa stjórnað honum svo, að jafn-
vel blind kona hafði fundið það.
3. kafli. Vaknandi áhugi.
Sveitavinnan varð brátt þáttur í lífi Gregs. Þótt hann hefði ekki
sætt sig við hana, vandist hann henni. Vöðvar hans hörðnuðu, og
hann varð fær um að vinna langan vinnudag með síauknum sólar-
hita. Hann var ekki lengur fölur, og með nokkurri ánægju tók hann
eftir því, að þetta fór honum vel.
Hann leysti verk sín vel af hendi, en án þess að sýna nokkurn fús-
leika. Faðir hans hafði fyrirskipað tólf mánaða stritvinnu, en skip-
unin sagði ekkert um fúsleika. Hann gerði það, sem honum var
sagt, en ekkert meira.
Afstaða hans hreyttist ekkert, þótt hann á móti vilja sínum hefði
áhuga fyrir Alison. Hann gaf henni oft gaum, og var það Ijóst, að
hún átti við meiri vandamál að stríða en hann hafði nokkru sinni
fengizt við. Hún tók þau þó miklu djarfari tökum en hann sín vanda-
mál. Hann leitaði að sprungu í herklæðum hennar, hlustaði eftir
fljótfærnisorði, reiðilegri hreyfingu eða merki um uppreisn. Þau
voru engin. Það var ofvaxið skilningi hans, hvernig manneskja, sem
svo nýlega var orðin hlind, gat verið svo róleg með það.
Loksins var það síðdegis einn sunnudag þremur vikum fyrir jól,
að hann lét í ljós, hver ráðgáta þetta væri honum. Það hafði verið
hlýr ársumarsdagur. Þau höfðu öll setið úti á grasflötinni og drukkið
te i skugga silfurbjarkar. Venjulega var hann fyrstur til að fara, í
þetta skipti var hann síðastur. Hann horfði á blinlu stúlkuna, er sat
þar og naut ylsins í hlýjum blænum.
„Eru nokkur ský á lofti?“ spurði hún.
„Aðeins fáein, hvítir flókar. Himinninn er mjög hlár.“
„Og allt er orðið mjög grænt eftir vorið.“
„Já. Saknar þú þess mjög mikið?“
„Ekki svo mjög nú orðið, aðeins fyrst.“
„Áttu við, að þú hafir misst áhuga þinn fyrir lífinu?“
„Hvers vegna? Alls ekki. Muni nokkru, er hann meiri nú.“
„Dálítið sýnist erfitt að trúa því. Ég heyri, að fyrir slysið hafir þú
verið mjög athafnasöm, alltaf á faraldsfæti. Þú vannst í borginni,“
„Það er rétt,“ samþykkti hún.