Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 90
90
NORÐURLJÓSIÐ
ViS fórum í litla heimilið hennar móður hans. Hún varð forviða,
glöð og táraðist. Aftur fór ég yfir ritningargreinarnar. Síðan féll-
um við alvörugefin á kné, og þessi syndugi maður bað um fyrir-
gefningu. Ég bað hann í viðurvist móður sinnar og fyrir augliti
Guðs að taka í hönd mér sem merki þess, að hann hefði hér og nú
tekið á móti Kristi sem frelsara sínum. Hann gerði það. Ég sýndi
honum ritningargreinina, sem segir skýrt: „Sá, sem trúir á son-
inn, hefir eilíft líf .. . “ (Jóh. 3. 36.). Hann hafði öðlazt fulla vissu
um frelsun sína. Móðir hans fagnaði og grét og faðmaði að sér
týnda soninn. Hár hennar var hvítt sem ull. Þau voru mörg, tárin,
sem hún hafði grátið vegna villuráfandi sonarins. Við, hún og ég,
fórum að syngja: „Hve Jesúm ég elska.“ Lonnie hló og grét og
sagði: „Ég get ekki sungið, en ég elska hann líka.“
Hann sótti samkomurnar. Hann hjálpaði til að reisa stóra sam-
komuhúsið. Sýndi hann óræk merki um breytt hjartalag; að minnsta
kosti meðan ég þekkti hann, sótti hann samkomur og lifði fyrir Guð.
2. „Segðu mér sannleikann, predikari, mun Guð fyrirgefa mér?“
Arið 1930 var ég að halda vakningarsamkomur í tjaldi í San
Antonío, Texas . . . Síðasta fólkið var farið heim. Ég lók hiblíuna
mína, slökkti ljósin, og er ég lagði af stað til bifreiðar minnar, heyrði
ég hrópað: „Bróðir Rice! Bróðir Rice.“ Ut úr myrkrinu kom ung
kona í ákaflegri æsingu. Við strætislj ósin gat ég séð, að andlit henn-
ar sýndi ofsastorm tilfinninga. Henni létti, er hún sá mig áður en
ég fór frá tjaldinu. Einkennileg saga brauzt fram af vörum hennar.
„Þú þekkir mig, er ekki svo? Ég var hér í gæikvöldi . . . Þú
horfðir heint á mig. Þú bentir lreint á mig, þegar þú sagðir: „Komdu
nú og treystu Jesú. Hann vill fá þig. Hann er fús til að fyrirgefa þér
og frelsa þig.“ . . .“
Hún sagði mér síðan hryggilega sögu. Sex árum áður hafði hún
gifzt. Ári síðar yfirgaf maðurinn hana. Hún elskaði hann innilega.
Fimm árum síðar dó litla stúlkan hennar. Hún sagði: „Hvað gerði
það til? Enginn elskar mig. Það er ekkert til að lifa fyrir.“ Hún
sökkti sér niður í dýpstu synd.
„f dag,“ sagði hún, „fór ég með annarri stúlku út í sveil að aka
með tveimur mönnum. Við fjögur drukkum eina viskýflösku, neytt-
um matar og ókum fyrir stuttri stundu aftur í borgina. En liðlangan
daginn hefi ég munað, að þú horfðir á mig og sagðir í gærkvöldi: