Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 152
152
NORÐURLJÓSIB
„Færið stólana að borðinu,“ sagði frú Rush, um leið og hún fór
að hella brennheitu tei í bollana.
„Hvar er Alison?“ spurði Jim.
„Hérna,“ svaraði rödd í forstofudyrunum. Greg leit upp og sá
þá eina af fegurstu konum, er hann hafði augum litið. Sólgleraugu
dökk óprýddu hana. Hárið glansaði, Ijóst og sítt. Hún hafði ekki
numið staðar við dyrnar, eins og flestir hefðu gert, er þeir sáu
ókunnan mann sitja við fjölskylduborðið. í stað þess fór hún að
ganga meðfram borðinu á einkennilega hægan hátt. Hún var nærri
komin að þremur auðu stólunum, þegar herra Rush sagði:
„Alison, þetta er Greg Crawshaw. Dóttir mín, Alison.“
Hún nam staðar og sneri sér þangað, sem Greg hafði í flýti risið
á fætur og ýtti stólnum eftir gólfinu, er hann gerði það.
„Komið þér sælir,“ sagði hún og rétti fram höndina, en færði sig
ekki nær honum. Hann tók undir kveðjuna, en hikaði nógu lengi til
þess, að allir gáfu því gaum. Hann veitti athygli svipbrigðum á and-
liti mæðginanna. Eitthvað kom honum til að stíga þau spor, sem
þurftu, til að taka í framrétta hönd hennar. Greg gat ekki skilið
þessa spennu, sem gripið hafði fólkið. Faðir hans hafði fullvissað
hann um, að fjölskyldan vissi, hve ófús hann kæmi þangað. Það gat
því ekki vænzt þess, að hann væri vingj arnlegur úr hófi fram.
Meðan stóð yfir máltíðin, svaraði hann kurteislegum spurning-
um þeirra stuttaralega. Hann athugaði þau öll, opin, vingjarnleg og
samtengd fjölskylda. Alison ein var honum ráðgáta. Hreyfingar
hennar voru svo hægar, nærri því of hægar fyrir fólk á hennar aldri.
Hún sat svo stillt, sneri varla höfðinu við, er hún var ávörpuð.
Hvíldarstundin var stutt. Frú Rush tók af borðinu, Alison þvoði
vandlega upp, og karlmennirnir bjuggu sig undir kvöldmj altirnar.
„Jim, þú lætur inn kýrnar, ég kem bráðum. Mig langar til að tala
stutta stund við Greg.“
Greg fylgdi stórvaxna manninum inn í stofu, sem sjáanlega virtist
vera vinnustofa fjölskyldunnar. Bókahillur voru á einum veggnum.
Tvö skrifborð, nokkrir hægindastólar og legubekkur gamall voru
við hina veggina. Snjáður dúkur var á gólfinu, og rafknúin sauma-
vél og vinnukarfa voru á bekk í einu horninu.
Er þeir höfðu rætt um það, sem Greg ætti að gera, varð hann
undrandi, er hr. Rush sagði:
„Við konan mín og Jim erum hin einu hér, sem vitum, hvers