Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 150
150
NORÐURLJÓSIÐ
hann ólst upp, skemmdur af eftirlæti barnfóstra og ráðskvenna. Síð-
ar var hann sendur í heimavistarskóla.
Það var til gott í honum. Það var Jim Grawshaw fullviss um. Til
þess var hann of líkur móður sinni, að það væri ekki. En útlit hans
og ótæmandi peningar höfðu gert hann að tómu keri, sem lifði að-
eins fyrir þær skemmtanir, sem hver dagur gat veitt honum.
Endalokin komu þremur mánuðum áður. Sér til gamans, höfðu
þeir tekið þátt í einhverju lögbroti í hugsunarleysi. Forsprakkarnir
tveir urðu að sitja í fangelsi í sex vikur. Dómarinn hafði nóg af orð-
um, er sveið undan, orðum, sem komu föður Gregs til að hugsa,
hvort það væri orðið of seint að hjarga syni sínum, sem hann hafði
að mestu vanrækt. Allt í einu trufluðust hugsanir hans, er Greg
mælti:
„Jæja, hver er atvinnan?“
„Vinnumennska á bóndabæ.“
Þögn ríkti í fulla, hálfa mínútu. Þá rauf ungi maðurinn hana með
stuttum, hvellum hlátri. „Þú ert að gera að gamni þínu,“ sagði hann
hæðnislega.
„Ég er ekki að gera að gamni mínu, sonur minn. Ég hefi ráðið
þig sem vinnumann hj á Ben Rush, sem er gamall vinur minn. Hann
er sanngjarn og heiðarlegur, og það verður breytt rétt gagnvart þér
hjá honum. En mundu, að það er hægt að reka þig eins og hvern
annan. Komi það fyrir, þá veizt þú, hverjar verða afleiðingarnar.“
„Þú ert brjálaður,“ þrumaði Greg. „Ég veit ekkert um sveitabú-
skap, ég hefi andstyggð á sveitinni.“
„Taktu boðinu eða hafnaðu því,“ sagði Jim Crawshaw og skipti
sér ekkert af reiði sonar síns. „Það er aðeins eitt enn. Ef þú tekur
starfið, verður þú að lifa á launum þínum. .Þú færð enga vasapen-
inga frá mér.“
Greg starði á föður sinn andartaki lengur. Hann skálmaði síðan
út úr skrifstofunni og skellti hurðinni fast á eftir sér. Þegar eldri
maðurinn var orðinn einn, settist hann hægt niður við borðið, og
hann virtist allt í einu gamall og slitinn af áhyggjum. Einhvern veg-
inn vissi hann þá þegar, hvaða ákvörðun Greg mundi taka.
Síðla dags á heiðríkum mánudegi kom Greg Crawshaw að dyrum
heimilis Rush bónda. Skelfingar tilfinning hafði lagzt yfir hann, er