Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 73
NORÐURLJ ÓSIÐ
73
Mig hryllti við lýsingunum, hvernig litlu fóstrin gráta, þegar þau
eru rifin úr líkama móður sinnar. Auðvitað á það sér ekki stað, þeg-
ar fóstur er tekið á frumstigi vaxtar síns. En það er nú ekki alltaf
gert.
Fóstureyðingum getur engin Guðs blessun fylgt. Eg gæti sagt sögu
eða sögur því til sönnunar. Guð hefir sagt: „Þú skalt ekki mann
deyða.“ Þeir, sem það gera, verða á sínum tíma að standa fyrir dóm-
stóli hans og svara þar til saka, hafi þeir ekki iðrazt athæfis síns og
fengið fyrirgefningu Guðs vegna dauða Drottins Jesú Krists fyrir
synduga menn. Heyrið það, þið sem hafið aðhafzt þetta.
Hvað á þá kona að gera, sem finnur sig verðandi móður að ó-
velkomnu barni?
A. Nelson Bell, tengdafaðir dr. Billy Grahams, svarar þeirri
spurningu á þessa leið: Það eru þúsundir, tugþúsundir heimila, þar
sem aldrei hefir verið lítið barn. Þar eru hjörtu, sem þrá að elska
lítið barn og annast það. Móðir barnsins óvelkomna á að láta það
fæðast, en gefa það síðan einhverjum barnlausum hjónum. Framboð
á börnum fullnægir hvergi nærri eftirspurninni. Svo mörg barnlaus
hjón þrá að eignast fósturbarn og geta veitt því ágætt uppeldi.
Guð elskaði heiminn og gaf okkur mönnunum soninn sinn eina
til að veita okkur eilífa gleði og hamingju. Hann mun varla hafa
neitt á móti því, að óvelkomið barn sé gefið öðrum þeim til yndis
og gleði. S. G. J.
4. Sendibréf I.
Kæri. ..
Ég samfagna þér að hafa lokið einu bihlíunámskeiðinu með stór-
ágætum árangri. Þú hefir fengið 115 stig af 120 mögulegum. Sendi
ég þér hér með skírteini Emmaus skólans ....
Þá er það fyrirspurnin um konu Kains. Ég man, að ég spurði
Arthur Gook eftir henni, þegar ég var ungur. Hann henti mér á það,
að í byrjun mannkynsins hafa hræður orðið að kvænast systrum
sínum. Við það vil ég bæta því, að Guð hafði þá ekki lagt hann við
slíkum hjónaböndum. Það var ekki fyrr en á dögum lögmálsins, sem
ísrael fékk, að slíkt boðorð var gefið. En á þeim tímum var það sið-
ur, að Faraóar Egifta kvæntust systrum sínum, og ekki má heldur
gleyma því, að Sara var hálfsystir Abrahams. Systkinahjónabönd
tíðkuðust þannig fram eftir öldum.