Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 76
76
NORÐURLJÓSIÐ
er, sem á að fylla huga barna Guðs. Biblíufræðari bendir á eftirfar-
andi atriði:
1. Það, sem er satt. Sbr. 2 Tím. 2. 15., 3. 16.,17.
2. Sómasamlegt, — heiðarlegt, hreint, kristilegt: Sbr. 1 Tím. 3.
8.,11.
3. Rétt, — í samræmi við réttlæti, réttvísi. Róm. 3. 24.-31; 8. 4.
4. Hreint, — skírlíft, heilagt fyrir líkama og sál: Sbr. Róm. 12.
l.,2. 2 Kor. 7. 1. 1 Kor. 3. 16.,17.
5. Eldkuvert, — geðfellt, getur blessað aðra. — 1. Kor. 13. 4.-8.
Gal. 5. 22.,23.
6. Gott afspurnar, — til almennings heilla, dyggðir, lofsvert. —
Róm. 13. 1.-10. 2 Pét. 1. 4.-10.
Maður nokkur, sem drepið hafði menn í návígi og gert víst fleira,
sem lagðist á huga lians, varð svo taugabilaður, að læknar sögðu
honum, er hann kom í sjúkrahús, að líða mundi eitt og hálft ár,
áður en þeir gætu farið að lækna hann. Trúaður maður ráðlagði
honum að lesa stöðugt aftur og aftur Fil. 4. 4.-8., þegar minning-
arnar tækju að ofsækja hann. Það var hörð barátta fyrst, en hann
hélt sig stöðugt að Fil. 4. 4.-8., unz hugsanalíf hans tók að breytast.
Hann fór albata af sjúkrahúsinu eftir 6 vikur.
Ég gef þér þetta sama ráð og einnig það, að fara eftir ráðlegg-
ingunum í 3. kafla biblíunámskeiðsins: Leiðarvisir til kristilegs
þroska. Hann kennir, hvernig hugfesta megi ritninguna. Þannig má
fylla hugann með hreinu, tæru lifandi vatni Guðs heilaga orðs, og
þannig má skipta um hugsanalíf. Athugaðu líka 7. kaflann um tóm-
stundirnar og lesturinn. Sigurinn kemur með hj álp Drottins.
Bróðurlegast. S. G. J.
6. Veurspár.
Ég sat þannig, að ég sá út um glugga. Allt í einu brá fyrir tveim-
ur kríum. Hvað voru þær að gera hér uppi í Gerðum? Þær flugu
lágt, flug u hægt, voru í könnunarflugi. Hvers voru þær að leita?
Svarið var þetta: að ánamöðkum. Var þess nokkur von, að þær
fyndu þá? Var ekki allt þurrt og skrælnað eftir langvarandi þurrka
nú í sumar?
Ég minntist þess allt í einu, að ánamaðkar finna á sér, þegar
væta er í nánd. Þá taka þeir að opna holur sínar. Krían veit um
þetta. Hún hlýtur því að finna það líka, sé úrfelli í vændum.