Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 132
132
NORÐURLJÓSIÐ
einnig að gera oss ljósa þá hættu, að holdið, sjálfið, troði sér inn í
tilbeiðslu vora. Með algjöru vantrausti á oss sjálfum og afneitun
sjálfsins verðum vér að varpa oss upp á heilagan Anda, að hann leiði
oss rétta leið í tilbeiðslu vorri. Alveg eins og vér verðum að hafna
öllum verðleikum í sjálfum oss og varpa oss algerlega upp á Krist
oss til réttlætingar, þannig verðum vér að hafna allri hæfni til að
gera hið góða af sjálfsdáðum, en varpa oss algerlega upp á heilagan
Anda og verk hans í oss til að lifa, biðja, þakka og tilbiðja og til
sérhvers annars, sem vér eigum að gjöra.
17. Vér skulum næst athuga kraft heilags Anda til að leiðbeina.
Vér lesum í Post. 13. 2.—4. „Og er þeir voru að þjóna Drottni og
föstuðu, sagði heilagur Andi: Takið frá, mér til handa, þá Barnabas
og Sál, til þess veiks, sem ég hefi kallað þá til. Síðan föstuðu þeir og
báðust fyrir, og lögðu hendur yfir þá og létu þá fara. Er þeir nú
voru sendir út af heilögum Anda, fóru þeir niður til Selevkíu og
sigldu þaðan til Kípur.“
Heilagur Andi kallar menn og sendir þá til að leysa ákveðið starf
af hendi. Hann kallar menn ekki aðeins til kristilegs starfs yfirle’tt,
heldur velur hann sérstakt starf handa þeim og bendir þeim á það.
„Á ég að fara út á kristniboðsakurinn?“ spyrja sumir, og miklu
fleiri ættu að spyrja. Þetta getið þér ekki ákveðið sjálf, né nokkur
maður fyrir yður. Það er ekki allt kristið fólk kallað út á kristni-
boðsakurinn. Guð einn veit, hvort hann vill, að þér farið eða ekki.
Hann er fús til að sýna yður það.
Hvernig kallar heilagur Andi? Kaflinn hér að framan segir oss
það ekki. Sennilega er það gert af ásettu ráði, svo að enginn skuli
halda, að Andinn kalli fólk ávallt á sama hátt. Það er ekkert, sem
bendir til þess, að hann hafi talað með heyranlegri röddu, miklu síð-
ur að hann hafi gert vilja sinn kunnan með einhverri af þessum
skrýtnu aðferðum, sem sumir segja, að hann not', svo sem með kipp-
um í líkamanum, eða með því að opna biblíuna af handahófi og
leggja höndina á einhverja ritningargrein, sem hægt er að láta
merkja allt annað heldur en það, sem hinn innhlásni höfundur ætl-
aðist til. Aðalatriðið er, að hann gerði vilja sinn greinilega kunnan.
Það er hann fús til að gera fyrir oss nú á dögum. Kristilegt starf
þarfnast mest af öllu fólks, sem heilagur Andi kallar og sendir út.
Við höfum nóg af fólki, sem menn hafa kallað og sent út; við höfum
allt of marga, sem hafa kallað sig sjálfir. Það eru margir nú á dög-