Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 140
140
NORÐURLJ ÓSIÐ
hann! Gleði þeirrar getum vér öll notið, ef vér biðjum. Sálm. 86.
11.; 25. 4.; 143. 10.; 119. 23.
6. Bænin hefir kraft til að opna augu vor til að skoða dásemdirn-
ar í orði Guðs. Sálm. 119. 18. Það er dásamlegt, hvernig biblían
opnast fyrir þeim, sem lítur til Guðs með einlægri trúar bæn, að
hann útskýri hana. Erfiðleikar hverfa, torskildir staðir verða skýrir
eins og dagsbirtan, og gamlir, kunnugir kaflar ljóma með nýrri
merkingu og nýjum lífskrafti. Bænin gerir meira en guðfræðimennt-
un til að gera biblíuna opna bók. (Reynsla höf. eftir áralangt guð-
fræðinám. Þýð.) Bænamaðurinn einn getur skilið biblíuna.
7. Bænin hefir kraft til að færa heilagan Anda inn í hjörtu vor og
líf með öllum hans blessaða krafti og margföldum náðarverkunum.
„Ef nú þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar
gjafir, hversu miklu fremur mun þá faðirinn af himni gefa þeim
heilagan Anda, sem biðja hann.“ Lúk. 11. 13. Það var, þegar læri-
sveinarnir höfðu verið „stöðugir í bæninni“, Post. 1. 14., að „þeir
urðu allir fuliir af heilögum Anda“, Post. 2. 4. Við annað tækifæri,
„er þeir höfðu beðizt fyrir, hrærðist staðurinn, þar sem þeir voru
saman komnir, og þeir fylltust allir heilögum Anda.“ Post. 4. 31. Er
Pétur og Jóhannes komu niður til Samaríu, fundu þeir þar hóp af
nýfrelsuðu fólki, sem ekki ennþá hafði fengið að reyna fyllingu
kraftur heilags Anda. Þeir „báðu fyrir þeim, að þeir mættu öðlast
heilagan Anda.“ „Og fengu þeir þá heilagan Anda.“ Post. 8. 15., 17.
Það var sem svar við bæn, að Páll vænti þess, að Guð gæfi hinum
heilögu í Efesus „að styrkjast fyrir Anda sinn að krafti i hinum
innra manni.“ (Ensk þýð.) Efes. 3. 16., og „Guð Drottins vors Jesú
Krists, faðir dýrðarinnar“, mundi gefa þeim „Anda speki og opin-
berunar, svo að þér fáið gerþekkt hann“. Efes. 1. 16.—17. Augljóst
er, að það er bænin, sem flytur fyllingu kraftar Andans inn í hjörtu
vor og Hf. Mikil ástæða fyrir því, að svo margir af oss eiga svo lítið
af krafti heilags Anda í líferni voru og þjónustu, er sú, að vér not-
um svo lítinn tíma og hugsun til bænar. Vér „höfum ekki, af því að
vér biðjum ekki.“
Sérhver dýrmæt, andleg blessun í lífi voru er gefin af vorum
himneska föður sem svar við bæn. Bænin eykur vorn andlega vöxt
og líkingu vora við Krist, nálega meir en nokkuð annað. Því meiri
tíma sem vér tökum til virkilegrar, sannrar hænar, að öllu öðru
jöfnu, því meir munum vér líkjast Meistara vorum. Einn af heilög-