Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 170
170
NORÐURLJÓSIÐ
búið að búa vel um brotið. „Ég held nú, að það verði ekkert slæmt
úr þessu,“ sagði læknirinn, „en það hefði getað orðið verra, ef þessi
unga stúlka hefði ekki komið og séð yður.“
„Það var ekki tilviljun, að Katrín kom hingað,“ sagði amma.
„Eg sagði allan tímann við sjálfa mig, að ég þyrfti ekki að vera
hrædd, því að Katrín sagði í seinustu viku, að hún kæmi í dag. Ég
sagði aftur og aftur við sjálfa mig: „Katrín kemur, því hefur hún
lofað, og hún heldur orð sín.“
Læknirinn brosti og leit á Katrínu. „Þá held ég, að við hér eftir
köllum hana: „Katrínu orðheldnu.“ Og minnstu þess, unga stúlka,
að það er ekkert slæmt nafn,“ sagði hann.
Katrín varð glaðari en hún hafði nokkru sinni áður orðið. Gott
var það, að hún hafði ekki farið að renna sér með Alísu og Róbert.
2. ÞEGAR ÁRNI VALDI RÉTT.
Árni var á leið til sunnudagaskólans. Þá mætti hann Sveini skóla-
félaga sínum.
„Það var skemmtilegt, að ég mætti þér, Árni. Hefir þú áhuga á
að koma með mér á skíði? Gunnar, Pétur og ég ætluðum að fá þig
með,“ sagði hann.
„Ó, ég er á leið í sunnudagaskólann núna,“ svaraði Árni.
„Þarft þú að fara í dag? Sérðu ekki, hve veðrið er dásamlegt!
Það verða ekki margir slíkir sunnudagar hér eftir, og þú veizt, hve
lítið skíðafæri hefir verið í ár.“
Árni varð að viðurkenna, að það var satt, sem skólafélaginn
sagði. Það hafði verið lítið um snjókomu, svo að skíðin höfðu að
mestu legið óhreyfð. Það var því freistandi að fá slíkt tilboð.
Arni hugsaði sig um stundarkorn, en sagði svo ákveðið:
„Nei, ég verð að fara í sunnudagaskólann. Ég vil ekki særa
mömmu.“
„0-já; svo að þú ert hræddur við mömmu þína? Þú verður ef
til vill flengdur, ef þú ferð ekki í sunnudagaskóla?“ sagði Sveinn
hæðnislega. Hann hafði ekki lengur vingjarnleika í röddinni. Hann
var gramur yfir, að nokkur skyldi vísa frá sér slíku tilboði. Það
var ekki hverjum sem var boðið með í slíka ferð. Árni svaraði
ekki. Hann lyfti húfunni og hélt áfram.