Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 181
noRðuRlj ósið
181
„Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til Föðurins,
nema fyrir mig.“ Ég hvet þig til að iðrast synda þinna og koma í
alvöru NÚ til Jesú Krists, sem frelsara þíns.
(Þýtt.)
Hver elskaði mest?
„Ég er svo góð við þig, mamma,“ sagði Anna litla. „Og ég líka,
og við með,“ hljómuðu þrjár raddir í senn. „Mér þykir vænna um
þig en ég get sagt frá,“ sagði Eiríkur, „og ég er líka elztur og hefir
þótt lengst vænt um þig.“
„Ég er hetri við þig, því að ég er eina stúlkan,“ sagði Anna. „Mér
þykir vænna um þig en ég get sagt frá,“ sagði Einar og lagði háða
arma um hálsinn á henni og kyssti hana. Svo kysstu öll hörnin hana
í senn, og aumingja mamma var nærri köfnuð, meðan þau voru að
faðma hana.
„Eruð þið góð við mig, hörn? Vitið þið, hvað kærleikur er, hvað
það er, að þykja vænt um einhvern? Kærleiki er það, að gera eitt-
hvað — ekki til að skemmta okkur sjálfum — að gera eitthvað fyrir
annan, ef til vill eitthvað, sem er erfitt, sem við alls ekki höfum
kjark til.“
í sama bili barði póstmaðurinn að dyrum, og börnin fóru að vita,
hvað hann kæmi með. „Það er bréf til mín,“ sagði mamma þeirra.
Hún las það og sagði svo: „Ég verð að skrifa svarbréf undir eins,
svo að það geti farið með póstinum í kvöld. Hver vill fara með bréf-
ið fyrir mig?“
Eiríkur leit út um gluggann. Skórnir hans voru uppi á lofti. Hann
þurfti að reikna fimm dæmi og hafa lokið því fyrir morgundaginn.
Hvers vegna gat bréfið ekki beðið til morguns, svo að hann gæti
tekið það með sér, er hann færi í skólann? Áki leit út um gluggann.
Æ, hvað það var dimmt! Honum líkaði ekki vel að vera einn úti í
myrkri. Anna hugsaði: „Mamma getur ekki vænzt þess, að ég fari,
þar sem þeir eru báðir heima Eiríkur og Áki.“
Þegar móðir þeirra var húin með bréfið, leit hún upp og litaðist
um. Þá sá hún, að börnin öll höfðu nóg að starfa. Einar stóð einn
fyrir framan hana í stórum stígvélum og vel búinn. „Ég er tilbúinn,
mamma,“ sagði hann. „En, Einar, ert þú ekki hræddur við að fara