Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 149
NORÐURLJ ÓSIÐ
149
Reynslnárið
Höfundur Serena Pritchard.
Þýðandi S. G. J. Nokkuð stytt.
1. kafli. Úrslitakostir.
„Tuttugu og fjögurra“, sagði feitlagni, miðaldra maðurinn og
bældi niður reiðina. „Tuttugu og fjögurra ára, og þú hagar þér enn-
þá sem unglingur með ekkert nema baðmull á milli eyrnanna.“
„Þú tróðst henni þar.“ Rödd unga mannsins var hörð, og orðin
valin til að særa hinn. Það varð þögn. Nærri því heyranlegt andvarp
eldra mannsins rauf hana. „Ef til vill skjátlast þér ekki,“ sagði hann,
„en nú ætla ég að reyna að taka hana úr þér.“ Hann leit ruddalegt
bros sonar síns og hugsaði, að sex vikna vist í fangelsi hefði breytt
honum mikið.
„Þú hefir leikið þér nógu lengi, Greg. Of miklir peningar, of lítil
vinna og of lítil ábyrgð hafa hjálpazt að til að gera þig gagnslausan
fyrirtækinu, svo gagnslausan, að ég hika við að fá þér það í hendur,
er ég hætti störfum.“ Hið eina, sem eldri maðurinn vissi um son sinn
var það, að hann vildi fá fyrirtækið í hendur, þegar faðir hans hætti.
„Ég hefi ákveðið, eigi að síður, að gefa þér eitt ár til að sýna,
hvers konar maður þú ert. Takist þér vel, ætla ég að hætta starfi.“
„Svo,“ mælti Greg stutt. „Ég á að vera góður lrengur í heila tólf
mánuði. Engar kröggur, engin upplyfting og engar beyglaðar bif-
reiðir, býst ég við.“
„Bæði það og fleira. Ég hefi útvegað þér atvinnu, og ef þú heldur
henni ekki í tólf mánuði, missir þú af fyrirtækinu.“
„Hvaða rétt... hvaða rétt hefir þú til jafnvel að ímynda þér, að
þú getir stjórnað lífi mínu?“
„Alls engan rétt, býst ég við, þar sem þú ert myndugur. En fyrir-
tækið á ég og get gert við það, sem ég vil. Þú verður að sýna, að
þú sért þess verður að fá það. Annars læt ég það í aðrar hendur en
þínar.“
Útliti Gregory Crawshaw mátti lýsa með einu orði: „Fallegur.“
Það var gjöf frá móður hans. Hún var fræg fyrir fegurð í æsku. Það
var slæmt, að hún dó, því að hún var gædd skynsemi jafnt sem feg-
urð og yndisleik. Greg hefði ekki verið alinn upp á þann hátt, sem