Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 37
NORÐURLJÓSIÐ
37
dýrmætu orð: „Blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.“
Þetta er sönn og raunveruleg samvizku hreinsun. Það geta margir
vitnað, sem reyndu áður með alls kyns ráðum að eignast hreina
samvizku aftur. „Hve miklu fremur mun þá blóð Krists hreinsa sam-
vizku yðar frá dauðum verkum til að þjóna Guði lifanda.“
Heyrir þú þennan gleðiboðskap, þú, sem þjáist af vondri sam-
vizku? Þú reynir að gleyma henni, syndinni, sem þú drýgðir, þegar
þú laugst eða sveikst í tryggðum? Þegar þú læddist inn og stalst,
þegar þú hafðir af öðrum, féflettir? En syndin gleymir þér ekki.
Guð, sem sá hana og hefir hana skráða í bækur minnis þíns og minn-
is síns, hann gleymir henni ekki. En hann er fús til að fyrirgefa þér,
hreinsa þig af öllu ranglæti fyrir Jesú blóð.
En við skulum taka eftir því, að Jakob sendi Esaú, hróður sínum,
margar og stórar gjafir áður en þeir mættust. Hann vildi bæta fyrir
ranglæti sitt. Það eiga þeir líka að gera, sem eignast hreina sam-
vizku fyrir Jesú blóð. Það er eitthvað bogið við skilning þeirra á
réttlæti, ef þeir sjá ekki, að þeim ber að hæta fyrir misgerðir sínar
gagnvart mönnunum, þegar þess er nokkur kostur. Það er sannur
og réttur ávöxtur fyrirgefningar og hreinsaðrar samvizku.
Þeir mættust svo, bræðurnir. Þá beygði Jakob sig og laut sjö sinn-
um til jarðar áður en hann kom fast að Esaú. Síðan féllust þeir í
faðma og grétu báðir. Hvaða tár voru það? Tár innilegrar og ein-
lægrar fyrirgefningar, fagnaðartár yfir heilum sátlum.
Einn hinna beztu manna, sem fæti hafa stigið á Guðs græna jörð,
var öðlingsmaðurinn Jósef, sonur Jakohs og Rakelar. Saga hans
hefst í 37. kafla 1. bókar Móse, heldur áfram í 39. kafla og þaðan til
enda. í þessum köflum er sex sinnum sagt frá því, að Jósef grét. En
tími minn leyfir ekki að rekja þær frásagnir. Þeir, sem erindi þessu
hlýða, ættu að taka biblíuna og lesa sjálfir söguna. Munið það, hún
er síðasti, langi kafli 1. bókar Móse.
Við skulum staldra snöggvast við stórfljótið Níl. í sefinu við
hakka hennar liggur lítill, aflangur kassi, svartur innan og utan af
biki. Hvað er fólgið í þessum kassa? Aðeins lítið sveinbarn, sem
móðirin er að reyna að bjarga. Hún á við ramman reip að draga.
Konungurinn hefir skipað svo fyrir, að öllum sveinbörnum ísraels-
manna skuli vera kastað í ána. En sveinninn var fagur. Móðirin
hafði því leynt honum svo lengi, sem unnt var. Móðurástin reynir að
bjarga honum. Þarna er dóttir Faraós vön að ganga niður að Níl til