Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 63
NORÐURLJÓSIÐ
63
Brautryðjandinn
Eftir Charles T. Studd.
Ég tilheyrði frá barnæsku Englandskirkju og var mjög trúhneigð-
ur eða svo héldu flestir. Ég var borinn í kirkjuna til skírnar og
seinna var ég fermdur og tók þátt í kvöldmáltíð Drottins. En ég
þekkti ekki Jesúm Krist persónulega. Ég vissi ofurlítið um hann, á
sama hátt og ég vissi ofurlítið um forsetann í U. S. A. en ég þekkti
hann ekki. Aldrei á ævi minni efaðist ég um, að Guð væri til, eða
að Jesús Kristur væri frelsari heimsins — en ég þekkti hann ekki
sem persónulegan frelsara minn. Við drengirnir vorum aldir upp
við að ganga reglubundið til guðsþjónustu. En þótt við hefðum ein-
hverja trú, þá var það ekki trú, sem afrekaði mikið. Það var eins
og að hafa tannverk. Okkur leiddist alltaf á sunnudögum og glödd-
umst, þegar mánudagurinn kom. Helgidagurinn var leiðinlegasti
dagur vikunnar, og það kom til af því, að við höfðum ranga þekk-
ingu á kristindómi. Sá brennir sig, sem tekur um rangan enda á
eldskörungi, um rangan enda á kristindómnum og verður að gjalda
þess. Við höfðum hóp af kirkjum og prestum allt í kringum okkur,
en aldrei sáum við nokkurn mann, sem hægt væri að segja um, að
hann væri endurfæddur. Við trúðum lítið á afturhvarf á þeim dög-
um. Við héldum að það væru Kínverjar og Afríkumenn, sem þyrftu
afturhvarf — en sú hugsun, að Breti þyrfti að snúa sér til Guðs,
virtist alveg fráleit, því að það var hið sama og að segja, að hann
væri heiðingi áður.
Faðir minn var heimslegur maður, sem elskaði allt, er heiminum
heyrir til. Hann hafði efnazt vel í Indlandi og var kominn heim
aftur til Englands til að njóta þess, er hann hafði aflað. Hann unni
öllum íþróttum og stundaði refaveiðar reglulega, en framar öllu
öðru stundaði hann kappreiðar. í fyrstu var hann svo hugfanginn
af hestum, að hann keypti hvern þann hest, er honum sýndist efni-
legur, og ól þá þannig upp, að þeir yrðu kappreiðahestar. Hann átti
stórt landsvæði, sem hann lét gera að skeiðvelli. Hann sigraði í
mörgum kappreiðum. Einu sinni vann hann landskappreiðar. Sá
hestur hét Salamander.
Loksins fékk hann hest, er var hetri en allir aðrir, sem hann hafði
eignazt. Svo viss var hann um að vinna í ákveðnum kappreiðum,