Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 20
20
NORÖURLJÓSIÐ
eins og kristinn maður er undirgefinn Kristi? Á eiginmaður að hafa
vald yfir konu sinni eins og foreldrar yfir börnum sínum? Eiga
konur jafnvel að virða menn sína eins og góðar konur hafa gert,
jafnvel kalla þá herra?
Ritningin býður konu að gera þetta allt, eins og sýnt skal með
mörgum ritningargreinum! En nútímakonan segir „Nei.“ Kven-
réttindahreyfingin hefir krafizt jafnréttis við karlmenn á öllum svið-
um. EiginJconur krefjast sömu réttinda og eiginmenn. Þær vilja fá
að ráða jafnmiklu og mennirnir í nálega hverju máli. Venjuleg nú-
tíðarkona mundi segja þrumandi NEI við spurningunum hér að
framan. Undir það tækju uppeldisfrömuðir, stj órnmálamenn og
predikarar.
Á þessum dögum veit ekki jafnvel guðradkin kona innan kirkjunn-
ar, að biblían bjóði henni ákveðið: að hlýða manninum sínum.
Hún jafnvel læzt ekki gera það. Um þetta efni hafa predikarar þag-
að eða jafnvel gert heimskulegt gys að því af predikunarstólunum.
Þeir annaðhvort trúa ekki augljósum boðum Guðs orðs í þessu efni,
eða eru hræddir við að boða þau.
Þegar vald eiginmanns og heimilisföður er tekið af honum, þá
hraðminnkar líka sú tilfinning, að hann beri ábyrgð á forsjá fjöl-
skyldunnar. Það gerist æ tíðara, að menn yfirgefi konur og barn.
Hrun hjónabanda og heimila nútímans.
Nútíminn hefir stært sig af vizku sinni: að hafa varpað frá sér
fornu áliti, sem hjónabandið og heimilið naut. Fyrir tuttugu og
fimm árum voru um 250.000 hjónaskilnaðir í Bandaríkjunum og
hundrað þúsund börn urðu föðurlaus árlega vegna hjónaskilnaða.
(Þessar tölur hafa stóraukizt. Nálega annaðhvort hjónaband rofnar
þar, sem verst er ástatt nú. Þýð.) Frá þúsundum annarra heimila
koma börn, sem alizt hafa upp án nokkurs aga, án nokkurs siðferð-
islegs eða trúalegs uppeldis, sem gæti hafa gert þau að góðum borg-
urum. Úr þessum heimilum kemur svo afbrotaæskan, sem troðfyllir
dómssalina, uppeldisstofnanir og fangelsin. Auk þessa lýðs senda
svo nútíðar heimilin frá sér herskara ungs fólks, sem er agalaust,
stjórnlaust, ósiðlegt, vantrúað, í uppreisn gegn lögum og venjum.
Hjónabandið, sem lagað hefir verið eftir kröfum nútímans, hefir
brugðizt.