Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 184
184
NORÐURLJ ÓSIÐ
Vér skulum biðja, að kenning heilagrar ritningar megi gera
kristnum mönnum í Uganda kleift að sigra í söfunðunum ríginn á
milli ættkvíslanna. Svipuð vandamál eru á öðrum stöðum í heimin-
um; tregða er á því, að frelsuðum Múhameðsmönnum sé veitt mót-
taka, og tortryggni er á milli Araba og hebresk-kristinna manna.
Vér verðum líka að játa með blygðun kynþátta-vandamálið í söfn-
uðum í vestrænum heimi. (Það mætti líka biðja Guð að eyða ríg í
trúuðum samfélögum á íslandi og rígnum, sem stundum er á milli
þeirra, sömuleiðis ríg meðal kristilegra starfsmanna, sem ritstj. Nlj.
hefir frétt, að eigi sér stað.)
Hið ofanskráða var úr apríl-bænabréfi SGM (Scripture Gift
Mission) í Lundúnum. Margir lesendur munu kannast við rit þess,
sem gefin eru út á íslenzku og ætluð til ókeypis lreifingar. Megi það
verða, að Guð snerti hjörtu einhverra, sem lesa þetta, svo að þeir
vilji styrkja þetta nauðsynlega trúboð. Ólafur Ólafsson kristniboði
í Reykjavík er umboðsmaður S. G. M. hérlendis, og ritstj. Nlj. veit-
ir einnig gjöfum til þess viðtöku og kemur þeim áleiðis.
S. G. J.
Vert eftirbreytni
Tveir trúaðir menn urðu ósáttir. Annar heyrði, að hinn væri að
tala á móti honum, fór til hans og sagði: „Vilt þú vera svo vænn að
segja mér frá göllum mínum upp í opið geðið, svo að ég geti haft
gagn af kristilegri hreinskilni þinni og reynt að losna við þá.“ „Já,
herra minn,“ svaraði hinn, „ég skal gera það.“ Þeir fóru afsíðis, og
hinn fyrri sagði: „Áður en þú ferð að segja mér, hvað þú telur rangt
hjá mér, viltu lúta niður með mér og biðja fyrir þessu, að augu
mín opnist til að sjá galla mína eins og þú ætlar að segja frá þeim.
Þú biður upphátt.“ Þetta var gert, og þegar bænin var úti, mælti sá,
er beðið hafði um samtalið: „Segðu nú frá því, sem þú hefir að
kvarta yfir hjá mér.“
Þá svarar hinn: „Eftir að hafa beðið um það, finnsl mér það svo
smávægilegt, að það sé ekki umtals vert. Sannleikurinn er sá, að ég
finn nú, að ég sjálfur hefi verið að þjóna djöflinum með því að
ganga um kring og tala á móti þér. Ég þarf þess, að þú biðjir fyrir
mér og fyrirgefir mér þau rangindi, sem ég hefi sýnt þér.“