Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 38
38
NORÐURLJÓSIB
að lauga sig. Hún kemur, sér kassann, lætur opna hann, sér sveininn
fagra, og hann er að gráta. Hún kennir í brjósti um hann og tekur
hann sér í sonar stað.
Móðirin sá, að sveinninn var fríður. Sýnist þér það ekki líka, móð-
ir, að sveinninn þinn sé fríður? Sýnist þér ekki dóttir þín fríð?
Langar þig ekki til, að þau megi lifa og leysa af hendi það hlutverk,
sem Guð hefir skapað þau til? Hvernig kemur þú fram við þau?
Eru stofurnar þínar svo fínar, að börnin megi ekki leika sér í neinni
þeirra? Vísar þú þeim út á götuna eða á leikvöllinn til að losna við
þau? Er þér alveg sama, hvers konar félaga þau eignast? Skeytir þú
engu, hve seint þau koma inn á kvöldin? Ég fékk á sínum tíma
drengi til mín að Ástjörn, sem höfðu mátt vera úti fram eftir öllu
kvöldi, jafnvel fram á nótt, þangað til kl. að ganga 1 eða 2. Hvernig
stendur á slíku skeytingarleysi? Þú, faðir, hvað hefir drengurinn
þinn mikið af þér að segja? Vera má, að þú sért sjómaður og verð-
ir að vera vikur eða mánuði að heiman. En þegar þú ert heima,
gerir þú þér þá far um að láta drenginn þinn vera með þér eða
telpuna þína? Ertu meðal þeirra, sem drekka og svalla, meðan þeir
eru í landi? Veiztu, skilur þú ekki, hve það særir barnið þitt og
skerðir virðingu þess fyrir þér? Hefir þú enga ábyrgðartilfinningu
gagnvart heimili þínu og ástvinum? í Guðs nafni, gættu skyldu þinn-
ar gagnvart ástvinum þínum.
Tárin hans Móse litla voru tár útburðarins, sem er sviptur kær-
leika móður og föður. Enda þótt börnin hafi annað foreldrið, þá er
það elkki hið sama sem hitt: að hafa þau bæði, geta litið upp til
þeirra og langað til að líkjast þeim. „Kynlegir kvistir, er koma úr
jörðu, harmafuna hitaðri neðan,“ mælti skáldið. Við þurfum ekki að
undrast „kynlega kvisti“ meðal þeirra barna, sem alast mest upp á
útigangi á götunum.
Ég verð að ganga framhjá mörgum sögum af fólki og tárum þess.
Við heyrum oft minnzt á móðurtárin, svo að við skulum heldur
nema staðar við föðurtár.
Davíð konungur átti marga sonu. Fríðastur þeirra allra var Absa-
lóm. „Frá hvirfli til ilja voru engin lýti á honum. — Og þegar hann
lét skera hár sitt — en hann lét jafnan skera það á árs fresti, af því
að það varð honum svo þungt, að hann hlaut að láta skera það, —
þá vó hárið af höfði hans tvö hundruð sikla silfurs á konungs vog.“