Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 171
NORÐURLJÓSIÐ
171
Þegar hann kom inn í húsið, tók hann eftir, að kennarinn var ó-
venjulega hlýlegur. Hvernig stóó á þvi?
Árni taldi sig vita þaS. Kennarinn hafði eflaust hugsað um það
sama, er hann fór að heiman. Hann hafði efalaust óttast, að margir
drengir mundu bregðast sunnudagaskólanum í slíku skínandi veðri.
Það var sjálfsagt þess vegna, að hann var svo ákaflega glaður,
að sjá alla drengina sitja á þeirra vanalega stað. Enginn þeirra leit
út fyrir að sjá eftir því. Allir voru þeir glaðlegir, og enginn virtist
óánægður. Frá hjarta hans steig upp þakklæti til Guðs, því að dreng-
irnir höfðu sigrað það, sem efalaust hafði verið mikil freisting
fyrir þá.
Aldrei hafði verið jafn létt að tala við drengina sem í dag.
Textinn, um konuna við Síkarhrunninn, varð svo lifandi bæði
fyrir honum og þeim, sem hlusluðu. Það varð dásamlg eining um,
að það gilti að eiga þelta lifandi vatn í hjarta sínu, og flestir þeirra
höfðu reynt það og fengið þorstann slökktan og þekktu hið lif-
andi vatn, sem Jesús talaði um. Það var að sjálfsögðu ástæðan til
þess, að þeir sátu hér í dag, svo glaðir og ánægðir, og voru alls ekki
argir yfir að sitja inni í slíku veðri.
Er sunnudagaskólanum lauk, stakk kennarinn upp á því við
drengina að fara í dálitla skíðaferð eftir miðdegismat, og urðu
þeir glaðir við. Það var svo skemmtilegt, að kennarinn hafði áhuga
fyrir að koma með þeim. Þið megið trúa, að það varð ánægjuleg
ferð. Árni var viss um, að svo vel hefðu skólafélagarnir ekki
skemmt sér.
Á leiðinni gat Árni ekki látið vera að segja kennaranum frá því,
er hafði gerzt um morguninn á leið í sunnudagaskólann. Það var
ekki laust við, að sviði undan því, er Sveinn hafði kallað til hans.
En liann hafði fengið það bætt, þegar mamma hans við hádegis-
verðarborðið hafði sagt, að hún væri hreykin af að eiga svo djarf-
an son. Hún gladdist yfir, að hann hafði unnið sigur. „Þú ert djarf-
ur og ærlegur drengur,“ hafði hún sagt og brosað svo hlýlega til
hans.
„Árni“, sagði kennarinn:
„Ég get trúað, að mömmu þinni hafi líkað það, en segðu mér,
hefir þú hugsað um það, að það er einhver sem gladdist enn meir
yfir því?“ spurði kennarinn.
„Ó-jú, ég hefi líka hugsað um það.“