Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 166
166
NORÐURLJÓSIÐ
girni, um kalt afskiptaleysi og niðurbælingu betri tilfinninga. Hon-
um var léttir að vita, að friðþægingin fyrir hann var alger, og að
blygðunartilfinningar, sem svo oft gerðu vart við sig, þurftu ekki að
verða að sístækkandi fjalli. Predikarinn hafði lesið fyrir honum, að
„blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.“ Orðin hafði hann
tekið með föstu trúartaki. Þakklátur kraup hann á kné í þessu her-
bergi, sem á liðnum árum hafði séð svo mikið af uppre'sn hans. Af
fullu hjarta bað hann til síns nýfundna Guðs.
Kominn aftur til bæjarins fór Greg að lifa nýja lífinu sínu. Dá-
samlegt var að geta hætt að knýja sig til að gera verk sín sem skyld-
an bauð, að geta gleymt því, að hann væri þarna gegn vilja sínum
og farið að njóta þess lífs, sem honum var farið að geðjast svo vel.
Rush fjölskyldan hafði fagnað fréttum hans. Það snart hann, að
eftir alla fýlu hans gat fólkið enn umgengizt hann með nærfærni og
góðleik.
Kristileg starfsemi kirkjunnar fór að fylla tómstundir hans. Með
eldmóði byrjandans vildi hann helzt taka að hjálpa til í öllu. En
hyggindin héldu aftur af honum. Leiðtogahæfileikar hans, hæfileik-
ar sem höfðu komið honum í sex vikna fangelsi, þráðu að koma í
ljós. En hann vissi, að til þess að leiða aðra vel, varð hann fyrst að
láta leiða sig. Hann sætti sig því við lítilfjörlegri verk en andi hans
þráði. Hann fór að nema og lesa og sótti hinar vikulegu bænarsam-
komur kirkjunnar, sem svo margir slepptu.
Við afturhvarf hans hafði hugulsemi hans gagnvart Alison ekkert
breytzt. Satt var það, að hann neitaði sér ekki lengur um að elska
hana, en hann lét það ekki breyta afstöðu þeirra á nokkurn hátt,
hann varð að vera viss um framtíð sína fyrst. Hann þráði meir en
honum fannst hann geta borið að segja henni frá ást sinni. En alltaf,
þegar hann vildi minnast á hana, fann hann sér hallið frá því. Það
var eins og hans nýfundni Guð byði honum að bíða. Mánuðirnir,
sem eftir voru af reynsluárinu hans, liðu hjá hver af öðrum, kaldir
votviðrasamir mánuðir, sem höfðu í för með sér strit og langan
vinnudag, vegna nýbornu kálfanna. Allt í einu var vorið komið með
aragrúa gullinna og hvítra blóma. Ferskur hreinleiki sveitarinnar
veitti Greg unun hvern morgun, er hann vaknaði. Aldrei á ævinni