Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 2
134
að fá hin gömlu lög numin úr gildi og önnur sett í
staðinn. Eins og eðlilegt er, minnkar þá áhugi manna
á að kynna sjer þau. Eptir því sem tímar líða fram,
týnast handritin, og þau, sem eru geymd, gleym-
ast. Á 15. og 16. öld er þekking á hinum fornu rit-
um mjög lítil, og þegar menn aptur fara að rannsaka
handritin og kynna sjer þau á 17. öldinni, þá er eigi
lengi að bíða, þangað til þau eru flutt út úr landinu.
Svo var einnig um beztu handritin af Grágás; þau
voru flutt til útlanda; en þar hafa þau og verið geymd
í söfnum og varin fyrir eyðileggingu, sem bókum og
handritum er næsta hætt við, þegar þau eru í hönd-
um einstakra manna og ganga milli þeirra, mann frá
manni. Hin beztu handrit af Grágás eru í Kaup-
mannahöfn i bókasafni konungs og í safni Árna Magn-
ússonar, og hafa þau verið geymd þar nærri eins og
hulinn leyndardómur fyrir almenningi á 2. hundrað ára.
Grágás var fyrst gefiu út 1829, en auk þess sem út-
gáfa sú var dýr (16 kr.), þá var hún að mestu sniðin
eptir kröfum latínulærðra manna, og hefur því tæplega
breiðzt mikið út meðal manna á íslandi. Fyrst eptir
að núverandi hæstarjettardómari dr. Vilhjálmur Fin-
sen hafði gefið út Grágás eptir skinnbókinni í bóka-
safni konungs, og síðan gefið út Staðarhólsbók, og nú
að endingu öll handritabrot af Grágás, er nokkuð
kveður að, þá má fara að búast við því, að almenningur
fari að kynna sjer hin fornu lög.
J>á ber og annað til þess, að hin fornu lög eru
litt kunn meðal almennings, og það er það, að lög-
fróðir menn á íslandi hafa nær ekkert ritað um Grá-
gásarlbg á íslenzku; það eru að vísu til dálítil rit um
hana á íslenzku, en þau eru óprentuð; enn fremur er
minnzt á lögin hjer og hvar í prentuðum bókum, en
þetta er svo lítið, að verulegan fróðleik er eigi af því
að tá. Á útlendum málum hefur aptur á móti verði