Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 6
138
um sínum framan við Staðarhólsbók og handritabrotin
af Grágás, er hann gaf út í fyrra1.
|>essar ritgjörðir dr. Vilhjálms Finsens og dr.
Konráðs Maurers eru framúrskarandi að lærdómi og
skarpleik, sem eigi er heldur undarlegt, þar sem þeir
eru stórfrægir lögfræðingar, og hafa varið mestu lífi
sínu til þess að rannsaka hin fornu lög. það væri
auðvitað rjettast, að snúa ritgjörðum beggja þessara
fræðimanna á íslenzku, til þess að almenningur gæti
kynnt sjer skoðanir þeirra á málinu, og ljóslega sjeð,
hverjar ástæður hvor fyrir sig færir fyrir sínu máli;
en slíkt mundi taka of mikið rúm í „Tímariti Bók-
menntafjelagsins11, og verður þvi að sætta sig við aðra
aðferð.
Hjer verður fyrst ritað um útgáfu Vilhjálms
Finsens af Grágás, og jafnframt farið nokkrum orðum
um handritin; þá um nafnið Grágás, sjest þar hverja
skoðun menn haia haft hjer á íslandi á fornlögum
vorum, hef jeg í þessu haft mest stuðning af ritgjörð
Konráðs Maurers „Graagaas11; þá um iagasetninguna
á þjóðveldistímanum, er það mjög merkilegt mál í
sjálfu sjer, en auk þess er það aðalatriði, þar sem um
skoðanir manna á Grágás er að ræða, enda eru skoð-
anir þeirra Vilhjálms Finsens og Konráðs Maurers al-
veg gagnstæðar í þessu efni; þá hafði jeg ætlað mjer
að tala um uppruna handritanna, og að endingu um
það, hvernig Grágás var numin úr gildi, en þessa tvo
síðustu hluta hef jeg eigi haft tækifæri til að rita,
enda mun tæplega verða rúm fyrir slíkt í „Tímariti
Bókmenntafjelagsins“. Jeg þarf eigi að geta þess, að
jeg byggi hjer nær eingöngu á rannsóknurn áður-
nefr.dra höfunda, og því er það von mín, að almenn-
4) Staðarhólsbók bls. XXIX—XXXV. Grágás 1883 bls. XXXII
XXXV.