Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 10
142
gáfur. Dr. Konr. Maurer segir þannig um útgáfu
Gríms Thorkelins á Kristinn rjetti hinum gamla, að hún
sje allt annað en lofsverð1, og um útgáfuna frá 1829,
að því miður verði að telja hana með öllu misheppn-
aða2. J>etta kom af því, að útgefendurnir höfðu eigi
haft nóga virðingu fyrir hinum gömlu handritum.
Grímur lagði Kristinna laga þátt í Staðarhólsbók til
undirstöðu, en þessu handriti fylgdi hann eigi nákvæm-
lega og fór stundum enda eptir ónákvæmum eptirrit-
um, og orðamunurinn úr hinum handritunum var þar
að auki hvorki nægur nje nákvæmur; stafsetningu var
breytt, og var því mjög erfitt eða nær ómögulegt að
gjöra sjer ljósa hugmynd um handritin. Likt mátti
segja um útgáfuna 1829. þar var breytt stafsetningu;
útgefandinn hafði einungis tekið tillit til konungsbókar
og Staðhólsbókar, og eru þó ýms önnur merkileg
handrit af ýmsum hlutum úr Grágás, og það, sem
mönnum þótti vest, var að niðurröðuninni í handritun-
um var breytt, og ýmist var tekin grein úr Konungs-
bók eða grein úr Staðarhólsbók inn í textann; það
var því eigi nokkurs meðfæri, að sjá, hvað var ein-
kennilegt fyrir hvert handrit fyrir sig, bera þau sam-
an og byggja á þeim. Af þessum sökum þótti engin
vanþörf á að fá nýja og betri útgáfu af Grágás, en
orðið var. En þegar þess er gætt, hversu erfitt hafði
verið að fá Grágás gefna út, þá er auðsætt,
að það var eigi neitt áhlaupaverk, að gefa hana út að
nýju, enda liðu svo frek 20 ár, að enginn tókst þetta
á hendur.
Árið 1850 verður jafnan talið merkisár í sögu
Grágásar. J>á hefur Vilhjálmur Finsen útgáfur
sínar af Grágás. Hann byrjaði á Konungsbók, árið 1879
1) tíraagaas bls. 12.
2) tíraagaasbls. 13.