Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 13
145
vegi ok hleypr maðr til manns lögmætu frum-
hlaupi ok varðar þat fjörbaugsgarð“. Er hann um
hegningar fyrir manndráp og áverka o. s. frv.
Aptan við hann er 112. kap. um mannfrelsi
(61.—76. bls.).
4. Baugatal (1x3. kap.) hefst svo: „Fjórir eru lög-
baugar. Einn er þrimerkingr. Annarr tvítugauri.
f>riði tvímerkingr. Fjórði tólfeyringr"; og er um
mannbætur. Aptan við er 114. kap. griðamál
og 115. kap. tryggðamál (77.—83. bls.).
5. Lögsögumanns þáttur (116. kap.) byrjar svo: „Svá
er enn mælt, at sá maðr skal vera nokkurr ávallt
á landi óru, er skyldr sé til þess at segja lög
mönnum, ok heitir sá lögsögumaðr“, og er um
lögsögumanninn (83.—84. bls.).
6. Lögrjettu þáttur (117. kap.) byrjar svo: „Lög-
rjettu skulu vér ok eiga ok hafa hér hvert sumar
á alþingi, ok skal hún sitja í þeim stað ávallt, sem
lengi hefir verit“. Er þessi þáttur um lögrjettuna
(84.-—86. bls.).
7. Arfaþáttur (118.—127. kap.). Byrjunin er svo:
„Sonr á arf at taka at föður sinn ok
móður frjáls borinn ok arfgengr“. þessi þáttur
er um erfðir, varðveizlu á fje ungra manna og
annara, er eigi voru fjár síns ráðandi, arfsal o. s.
frv. (87.—98. bls).
8. Omaga bálkur (128.—143.) byrjar þannig: „Svá er
mælt, at sína ómaga á hverr maðr fram at færa
á landi hér. Móður sína á maðr fyrst fram at
færa“, og er um ómagaframfærslu. (99.—109. bls).
9. Festa þáttur (144.—171. kap.) hefst svo: „Sonr
XVI vetra gamall eða eldri er fastnandi móður
sinnar ftjáls borinn ok arfgengr ok svá hygginn,
at hann kunni fyrir erfð at ráða“, og er um gipt-
Tímarit hins íslenzka Bókmeimtafjelags. VI. 10