Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 14
146
ingar kvenna og rjettindi þeirra, um hjón og margt
fleira; þannig er 164. kap. um hrossreiðir, 165.
kap. um ábyrgðir; 166. kap. um hafskip, 167.
kap. um skipa kaup o. s. frv. (109.—127. bls.).
10. Landbrigða þáttur (172.—220. kap.) hefst þannig:
„þ>at er mælt þar er maðr vex upp til lands brigð-
ar, þá skal hann hefja upp, er hann er XVI vetra
gamall“, og er hann, um hversu seld lönd má
heimta aptur, og margt, sem lýtur að landbúnaði,
svo sem um landamerki, engidóm, skipti lands,
garða, vatnsveitingar, afrjettir, veiðar, reka, hvali,
leiglendinga o. fl. (127.—153. bls.).
11. Um fjárleigur (221.—226. kap.) byrjar svo: „Maðr
skal eigi selja fje sitt dýrra á leigu, enn X aurar
sje leigðir eyri til jafnlengdar, hvatki fé sem er“,
og er um leigur, skuldir, skuldadóm, mörk eða
einkunnir á fje o. fl. (153.—163. bls.).
12. Rannsókna þáttur(227.—233. kap.) byrjar þannig:
„f>at skal hverr maðr hafa á landi ossu, er á,
nema gefit vili hafa eða goldit“ og er um þjófn-
að og rán, misgrip, rangan mæli, og um að tefla
um fje eða kasta (163.—167. bls.).
18. Um hreppaskil (234.—236. kap.) byrjar þannig:
„Löghreppar skulu vera á landi hér. Enn þat er
löghreppr er XX búendr eru í eða fleiri, því at
eins skulu vera færri, ef lögréttumenn hafa lofat“,
og er um hreppa, hreppsfundi, hreppsómaga 0.
s. frv. (167.—171. bls.).
14. J>á eru ýmsar smáar greinar, (237.—254. kap.).
sumar með yfirskript og sumar ekki; 237. kap.
Um fullréttisorð, 238. kap. Um skáldskap, 239.
kap. Ef maðr finnr grip annars manns, 240.
kap. Um almenningar hér á landi, 241. kap. Um
hunds bit, 242. kap. Um griðunga, 243. kap. byrjar
svo : „Ef maðr á alibjörn", 244. kap. Um sættir