Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 17
149
undarlegt, ef Gissur skyldi fara að hugsa um að fá sett
lög um rjettindi þræla, þar sem þrældómurinn þó var
nálega með öllu horfinn á þeim tíma, og að hann skyldi
þá eigi jafnframt reyna til að fá ýmislegt annað lög-
leitt, er meiri þýðingu hefði, en slíks verður eigi vart.
Á árunum 1258—1262 voru miklar óeirðir. Gissuri
var eigi játað sem jarli yfir land allt, sjálfur vildi hann
komast hjá því sem lengst, að játa Hákoni konungi
full yfirráð yfir landinu, en þá er það og að mörgu
leyti ólíklegt, að jafnhygginn maður og Gissur skyldi
fara að fá jafn þýðingarlitil lög sett og þessi, er hann
jafnvel hefði mátt búast við, að hefðu orðið að aðhlátri.
Ef menn því eru á því, að þessi lagagrein sje innskots-
grein úr norskum lögum, þá er einungis að byggja
á stafsetning og orðamyndum. En eptir þeim að
dæma, er einna líkast til, að Konungsbók sje rituð um
1250.
Konungsbók kom frá íslandi 1656. pá sendi
Brynjólfur biskup Sveinsson (j- 1675) hana Friðriki
konungi III. að gjöf, og ritaði brjef með henni og
fleiri bókum, er hann sendi, til Vilhjálms Lange, bóka-
varðar konungs. Brjef þetta er dagsett 10. júlí 1656, og
er brot úr því í bókasafni konungs (Ny kgl. Saml. 1392)1.
Síðan er skinnbókin kennd við konung, og kölluð Kou-
ungsbók (codex regius), Jón Sigurðsson hefur rakið2
sögu Konungsbókar um 150 ár fyrir þennan tíma, eða
upp að 1500. Af nöfnum, semáhenni standa (Helga,
Páll Jónsson, Jón Magnússon, ísleifur Sigurðsson bóndi
á Grund og J>orsteinn Finnbogason) hefur hann
1) J>ar eru og fleiri brjef Brynjólfs; ritar hann þar undir Bryn-
olfus Svenonius R ; segja menn, að þetta R eigi að merkja Ragn-
heiðarson, og hafi komið af því, hversu Brynjólfi þótti vænt um
Ragnheiði móður sína.
2) ísl. fornhrjefasafn I. bls. 75—76.