Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 19
151
þorsteinn Finnbogason og ísleifur sýslumaður (-{-1549)
á Grund, sonur Sigurðar sýslumanns, bróður porsteins,
og maður fórunnar dóttur Jóns Arasonar biskups, voru
auðmenn miklir og höfðingjar. Jón Magnússon á Sval-
barði (•{• 1560) var „höfðingi auðugur, vitur og haldinn
fjölkunnugur1 2'1, og Staðarhóls-Páll, sonur hans, sýslu-
maður í ísafjarðarsýslu (•{• 1598), var einnig hinn mesti
höfðingi og fræðimaður; segir Jón Espólín þetta um
Pál: „hann var stórhuga oc nýnæmr, en lagamaðr
góðr, eru um hann frásagnir margar kátlegar, svo sem
þat hann hefði stefnt konungi oc lotit á annat kné á
medann, oc sagt sig lúta tigninni enn standa á réttin-
um“*. Ragnheiður dóttir Páls (f 1637) varhinnmesti
kvennskörungur, og Brynjólfur biskup sonur hennar
hefur verið einhver hinn mesti fræðimaður á íslandi.
Docent Gísli Brynjúlfson vill rekja sögu bókarinnar
enn lengra; hyggur hann bókina komna til J>orsteins
Finnbogasonar frá ættföður hans J>orvarði þórarins-
syni, er muni hafa fengið hana frá Oddverjum, mág-
um sínum, er líl^lega muni hafa látið skrifa hana3.
Auk Konungsbókar er prentaður viðbætir, og er
það 4 brot úr Grágás.
I. Brot úr Landbrigðaþætti, prentað eptir 2 skinn-
blöðum4 í safni Árna Magnússonar (A. M. .315
fol. Litra D). Blöð þessi eru leifar af handriti af
Grágás, og eru þau einhver hin elztu skinnbókar-
blöð, sem til eru frá íslandi, um 700 ára gömul eða
meir. Munch, norski sagnfræðingurinn, hugði jafn-
vel, að þau myndu vera úr Hafliðaskrá eða rituð
11185, en þetta er eigi rjett; dr. V. Finsen telur
1) Sýslumannaæfir I. bls. 193.
2) Árbækur Espðlíns V. bls. 7.
3) Grágás 1883, bls. XLI, atb. 2.
4) Sbr. Grágás 1883, bls. XXXVI—XXXVII, Graagaas bls. 8—9.
5) Det norske Folks Historie II. (Chra 1855) bls. 639 ath. 3.