Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 20
152
þau rituð á árunum 1150—1200. Áður en Árni
Magnússon fjekk þau, hafa þau verið höfð í kápu
á bók, enda eru þau núin og sködduð næsta mik-
ið þeim megin, sem út hefir snúið, og er varla
hægt að sjá nokkurn staf á fyrstu blaðsíðunni.
II. Brot er að eins eitt skinnblað1 í 4 blaða broti í
safni Árna Magnússonar (A. M. 315 Litr. B), ritað
um 1300. Skinnblað þetta fjekk Árni Magnússon
1703 hjá Jóni nokkrum Einarssyni, heimilismanni
1 Garði á Suðurnesjum, kynjuðum norðan úr landi.
Blaðið hafði verið haft utan um kver. Á blað
þetta eru ritaðar ýmsar smágreinir úr Erfðaþætti,
Omagabálk, Festaþætti og Tiundarlögunum.
III. Brot er tæplega helmingur af skinnblaði2 og ör-
mjóar ræmur af öðru skinnblaði í safni Árna
Magnússonar (AM. 315 Litr. C); það er næst elzt
af handritum af Grágás og ritað um 1200—1230.
J>etta tvennt hefur verið úr hinni sömu skinnbók í
2 blaða broti; fann Árni Magnússon það í Dan-
mörku. Helmingurinn af skinnblaðinu hefur verið
skafinn út og íslenzkt kaupbrjef ritað þar ofan í
á 16. öld. Smáu ræmurnar voru reimar úr tveim-
ur innsiglum.
Ræmurnar eru skornar úr blaði í Ómagabálk, en
skinnsnepillinn er úr Rannsóknaþætti.
IV. Brotið er ýmsar smágreinar úr mikilli skinnbók3
í safni Árna Magnússonar (AM. Nr. 347 fol.) í
litlu 2 blaða broti. Fyrri hluti bókarinnar er rit-
aður um 1370, og er þar á Kristinnrjettur Árna
1) sbr. Grágás 1883 bls. XLII—XLIII. Graagaas bls. 8.
2) sbr. Grágás 1883 bls. XXXVII, Graagaas bls. 8.
3) sbr. Grágás 1883 bls. XLIV. Graagaas bls. 6, ísl. fornbrjefa-
safn, bls. 117—120.