Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 22
154
arlög Gissurar biskups þar aptan við; í Konungsbók
eru þau fyrir aptan þættina. J>á Erfðaþáttur (56.—80.
kap. 22.—36. bls.), Ómagabálkur (81.—117. kap. 37.—
53. bls.), Festaþáttur (registur 53.—54. bls.; 118,—176.
kap. 54.—72. bls.). Um fjárleigur (registur 72.—73.
bls.; 177.—262. kap. 73.—99. bls.), Vígslóði (registur
100 bls.; 263.—388. kap. 101 —138. bls.), og seinastur
er Landabrigðisþáttur (registur 139. bls.; 389.—460. kap.
140.—i83.bls.). Staðarhólsbók hefur verið mætavel skrif-
uð, og eru eins og í Konungsbók tveir dálkar á blað-
síðu og upphafsstafir á kapítulum dregnir upp og mál-
aðir ýmsum litum; sjerstaklega eru upphafsstafirnir á
þáttunum mjög stórir og prýðisvel myndaðir. Megin-
málið er ritað með settletri búndnu, og vel miðað nið-
ur. Tveir eru aðalritarar handritsins; einnhefur skrif-
að aptur að Landabrigðisþætti; þá hefur annar skrifað
mikinn hluta af þessum þætti og hinn svo tekið við
og ritað seinustu 10 blaðsíóurnar af honum í skinn-
bókinni. fað er einkennilegt við þennan skrifara, að
hann hefur látið ýmsa aðra menn grfpa f pennan hjá
sjer og skrifa dálítið hjer og þar; sumir hafa verið
góðir skrifarar og skrifað sumstaðar heilan dálk; en hjá
öðrum eru stafirnir viðvaningslega gjörðir, og hafa þeir
eigi fengið að skrifa nema fáar línur. Dr. Vilhjálmur
Finsen hefur fundið þetta, og að þessir menn, sem
hafa þannig gripið í pennan hjá aðalritaranum, sje 8
að tölu1. Enn fremur er það merkilegt við þennan
skrifara, að hann hefur skrifað utanmáls við ýmsar
greinar merki, sem táknar nýmæli, og kemur það fyrir
á 90 stöðum í sjálfri skinnbókinni: og i pappírshand-
ritum, sem rituð hafa verið eptir Staðarhólsbók, hefur
dr. V. Finsen fundið þetta á 2 stöðum, og kemur það
víst af því, að þau hafa verið skrifuð áður en skorið
1) Formáli fyrir Staðarhólsbók VI—VII.