Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 24
156
leiddu þeir, að hún gæti fyrst verið rituð eptir þann
tima; en Jón Sigurðsson færir rök fyrir því, að kat-
ólskir menn á íslandi hafi talið messur með helgidög-
um, áður en þær voru lögteknar þar, og þess vegna sje
ekkert því til fyrirstöðu, að handritið sje eldra; hann og
aðrir ætluðu, að Staðarhólsbók og Járnsíða væri rituð af
sama manni, en Járnsíða var fyrst lögtekin 1271 —1273,
og því gæti Staðarhólsbók eigi verið rituð fyrir þann
tíma; en Vilhjálmur Finsen hefur fyrstur fundið, að önnur
hönd er á Járnsíðu en Staðarhólsbók, og því fellur þessi
ástæðan. Nú er því einungis ágreiningurinn um, hvort
Staðarhólsbók sje rituð fyrir eða eptir 1262, er landið
gaf sig undir Noregskonung. í Staðarhólsbók er eins
og í Konungsbók sú lagagrein: „Hálfan rétt skal
hann (0: þræll) taka ef hann kemr á jarls jörð, en
þá allan ok fullan, er hann kemr á konungsjörð1'1; en
þótt þessi lagagrein hafi verið sett eptir að Gissur
fjekk jarlsnafn, þá getur Staðarhólsbók verið rituð
fyrir 1262. í samþykkt Ólafs hins helga um rjett ís-
lendinga í Noregi eru þau ákvæði, að þrímenningar
af íslandi eða nánari skuli taka arf í Noregi, og að
rjetturinn til arfsins fyrnist á 3 árum2 3 * *; i Konungsbók
er lagagrein alveg samkvæm þessu8, en í Staðarhóls-
bók er þessu breytt þannig, að rjetturinn til arfsins
skuli eigi fyrnast, og segir svo í Erfðaþætti: „Austr
1) Staðarhólabók, Festaþáttur 161. kap. bls. 190.
2) Konungsbók II. bls. 195: „Arf eigu at taka í Noregi af ís-
landi næsta bræðra, slíkt konur sem karlar eða nánari menn.
Eiðr III manna skal sanna frændsemi, þá er menn vilja þess
beiða. En ef eigi er hér arftökumaðr, þá skal halda hér fé þat
sá maðr vetr III, er hann var í húsum með, nema fyrr komi næsta
bræðri eða nánari maðr.
3) Konungsbók, I bls. 239: Ef várr landi andaz austr, þá skal
fét taka næsta bræðri eða nánari, en fét liggr sér jólanótt ina
þriðju.