Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 26
158
erfðu systur hans hann, segir Jón Sigurðsson; er þá
óvíst, hvernig um bók þessa hefur farið, en líklegt er,
hún hafi þá farið vestr, og ef til vill komizt í eigu
Staðarhóls-Páls; því þegar Árni Magnússon vissi
fyrst til, þá átti hana Bjarni sýslumaðr á Skarði,
Pétrsson, sonarson Staðarhóls-Páls, en eptir Bjarna
sýslumann fjekk hana Pétr sonr hans; hann
fjekk hana síra Páli Ketilssyni frá Hvammi,
fóstbróður Árna, og síra Páll gaf Árna
bókina. Árni kallar hana Staðarhólsbók“. Docent
Grísli Brynjólfsson hyggur, að Einar Eyjólfsson hafi
verið afkomandi Jóns Einarssonar (lögsögumanns
1267,1269—1270 og síðan lögmanns 1277—1291), er
Jónsbók er kennd við; Jón ætla menn vera af ætt
Haukdæla, og hyggur Gísli Brynjúlfson, að Staðar-
hólsbók muni vera upphaflega frá Jóni lögmanni
Einarssyni.
í fyrra (1883) komu ýms brot af Grágás, er eigi
hafa áður verið gefin út, og er þar fyrstur:
Kristinna laga þáttur eða brot af honum, prent-
aður eptir 10 handritum„ og hvert prentað fyrir sig;
handritin eru þessi:
1. Skálholtsbók; hún er mikið skinnhandrit1 í
safni Árna Magnússonar (A. M. 351 fol.) í 2 blaða
broti, rituð um 1360 með settletri og hin vandaðasta; í
henni er Jónsbók, Kristinn rjettur Árna biskups, Krist-
inna laga þáttur Grágásar, ijettarbætur, statútur o. fl.
2. Staðarfellsbók2, hún er einnig stór skinnbók í
safni Árna Magnússonar (A. M. 346 fol.) í 4 blaða
broti, einnig vel skrifuð með settletrium 1330; í henni
1) ísl. fornbrjefasafn I. bls. 108—109. öraagaas bls. 6, Grágás
1883 bls. XLIII.
2) ísl. fornbrjefasafn I. bls. 99—100, Graagaas bls. 6, Grágás
1883 bls. XLIII.